Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 32

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 32
32 Ó Ð I N N asti dagur og Jarpur var Ijónfjörugur. Það hafði rignt mikið um nóttina og jeg fjekk hellirigningu alla leið. Jeg kom hvergi og reið fram hjá Möðruvöllum í Kjós og fór yfir Svínaskarð. Jeg reið hart niður Mosfells- dalinn. Það var talsvert vatn í ánni, og var oft yfir hana farið, en vatnið var samt tært. Jeg var orðinn gegnblautur og mjer háifkalt. Svo er jeg var að fara yfir eina bugðuna á ánni, sá jeg niðri í botninum flösku. Jeg fór af baki, niður í ána og tók flöskuna; hún var full og góður tappi í henni. Jeg fann að þetta var brennivín og saup jeg á, þótt ekki þætti mjer drykkurinn góður á bragðið. Það hresti samt og hit- aði. Svo niður í bungunum fyrir neðan Varmá fann jeg liggjandi við götuna heilt rúgbrauð. Það var renn- andi blautt, en Jarpur hafði bestu lyst á því. Jarpur og jeg vorum á öllu þessu ferðalagi orðnir bestu mátar. Jeg þurfti ekki annað en að kalla á hann, þá kom hann til mín og jeg- fann á öllu, að honum þótti vænt um mig, og nú hljóp hann aldrei útundan sjer eins og hann hafði gert áður. Nú skiftum við með okkur fundi okkar þannig, að jeg drakk brennivínið en Jarpur át brauðið. Svo komum við heilu og höldnu til Reykjavíkur. Hafði þetta verið hin ágætasta ferð. Við Jarpur höfðum verið 7 tíma frá Þyrli og þó sýndist hann alls óþreyítur. Hann var mesti stólpa- gripur. Þegar hann fór upp á Kjalarnes, skildi jeg við hann bæði með söknuði og þakklæti. Ferðin hafði varað í 45 daga. Hafnarárin. Nú fór jeg að búa mig til ferðalags og leið nú fljótt fram að 14. september, en þá átti »Laura« að fara á leið til Hafnar. Síðustu dagana var jeg að kveðja kunningja og vini, og svo var haldið af stað. Vjer vorum 12 stúdentar á 2. farrými, voru þar á meðal nokkrir, sem höfðu komið heim um vorið og haft sitt sumarleyfi heima. Vjer vorum allir mjög samrýndir og höfðum mjög skemtilega daga. Fyrir utan oss stúdentana voru og nokkrir danskir strand- menn og eitthvað af öðru fólki á 2. farrými. Einnig talsvert af fólki á 1. farrými, og var hinn besti fjelagsskapur milli farrýmanna. Fengum vjer stundum heimsókn af þeim og oft gengum vjer aftur á skipið og töluðum við farþegana þar, og stundum var dans- að þar aftur á, því þar var allrúmlegt þilfar. Veðrið Ijek við okkur oftast nær og var mikil gleði á ferðum. Jeg var eins og í draumi, svo var tilhlökk- unin mikil, og stundum gaf jeg ímyndun minni laus- an tauminn og ljet hana þjóta á undan mjer og út- mála ný og fáheyrð æfintýri, með leið upp til ljóm andi frægðar- og tignar-tinda. Vjer komum við í Færeyjum. Lágum heilan dag nærri því í Þórshöfn og fór jeg í Iand, að heilsa gömlum kunningjum. Svo tókum við Jens Waage okkur skemtigöngu yfir til Kirkjubæjar. Joannes Patursson var ekki heima, en systir hans var heima og tók vel á móti okkur. Ekki þorðum við að standa lengi við og vildum ekki gjarnan verða strandaglópar. — I Trangisvogi kom einn stúdent nýr í hópinn, hann hjet Jóhann Mortensen og var nýbakaður stú- dent, á leið til háskólans, og var sjerlega viðkynni- legur maður. Hann undi sjer vel í vorum hóp og við urðum fljótir að kynnast. — Svo var siglt til Skotlands. Skipið lagðist í Granton, sem er annar hafnarbær við Edinborg en Leith hinn. Snemma um morguninn fórum við upp til Edinborgar. Það var fyrsta stórborgin sem jeg átti að koma í og hafði jeg brynjað mig með spakmæli Horats skálds: »Nil admirari!« og hafði einsett mjer að láta sem jeg hefði sjeð það og annað meira, hvað nýstárlegt sem fyrir augun bæri. Fröken Kristín Vídalín (síðar frú Jacob- son), sem var með skipinu á fyrsta farrými, — bauð mjer að vera mjer »guide« og fór jeg með henni og fleirum upp í borgina. Þegar komið var upp í Princes street, var eins og öll heimsins dýrð opnaðist fyrir manni, og aftur og aftur varð jeg að endurtaka fyrir sjálfum mjer: Nil admirari! (fall ekki í stafi) og jeg fjell ekki í stafi, en innvortis var jeg ákaflega hrifinn. Jeg dáðist sjer í lagi að allri hinni marglitu blómafegurð, sem jeg enga hafði sjeð slíka áður, að Scott’s minnismerkinu, kastalanum og málverka- og listasafninu, en hreyfst þó mest af umferðinni á götunum. Alt þetta var svo nýtt og sál mín var full af »róman- tík« og sælu. Jeg hafði mikið gagn af að vera með fröken Vídalín, því hún benti mjer á ýmislegt, sem jeg annars mundi ekki hafa tekið eftir, og sjerstak- lega inni á málverkasýningunni. Næsta morgun átti skipið að fara kl. 11 og fórum við þrír eða fjórir í land og ókum með strætisvagni upp til Edinborgar til þess að fá te. Við fórum inn á stórt og fínt hótel og fengum þar te með alveg nýju hveitibrauði og nýju smjöri og ávaxtamauki. Mjer fanst jeg aldrei hafa fengið dýrlegri máltíð. Friðrik Hallgrímsson, Guðmundur Sveinbjörnsson og einhver sá fjórði var með í þessari för. Svo skemtum við okkur um hríð, þar til er við vorum orðnir hálfkvíðafullir, hvort við næðum niður til skips. Samt tókst það nú vel og við sigldum af stað síðasta áfangann. Dálítið atvik kom fyrir, sem gerði mikla dægra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.