Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 51
Ó Ð I N N
51
og fleiri góðar bækur. Jeg lærði »Arvingen« eftir
Goldschmidt nærri því utan að, til þess að geta lært
að skrifa góða dönsku.
Fjárhagurinn þennan vetur var oft mjög þröngur
og garðstyrkurinn vildi ekki ætíð ná til enda mán-
aðarins, og stundum var jeg líka of ógætinn að nota
það lánstraust, sem kaupfjelag Garðbúa veitti, og kom
það fyrir að jeg varð að skila viðskiftabókinni, og
hafði þá ekkert um tíma. Stundum neyddist jeg til
að fara að selja eitthvað til þess að draga fram lífið,
en það var lítil hjálp í því, og nokkrar dýrmætar
bækur misti jeg á þann veg. Stundum var svo erfitt
að jeg hafði ekki neitt til matar. Þannig var það einu
sinni, að jeg hafði ekkert haft og ekki smakkað mat
í tvo daga. Svo að morgni hins þriðja dags fór jeg
út á heræfingu. En jeg var eitthvað svo linur að jeg
gat ekki gert neitt til hæfis. Jeg var svo seinn með
allar hreyfingar byssunnar, að þegar jeg átti að setja
byssu við öxl kom minn smellur 2 sekundum á eftir
hinum, og foringi minn var alveg forviða og skamm-
aði mig; jeg beitti öllum krafti til að gera það, sem
jeg gat, en gat ekki að þessu gert, og þegar jeg
gekk heim, þá fanst mjer byssan vera svo afarþung.
Svo er jeg kom heim, fór jeg að hugsa um að þetta
hefði komið af því að jeg hafði verið matarlaus svo
lengi. Svo fór jeg að hugsa um, hvort jeg hefði
nokkuð að setja á lánstofuna, en gat ekki fundið
neitt. Svo fór jeg inn í fafaskápinn minn að sjá hvort
jeg hefði nokkurt plagg, sem jeg gæti mist og væri
nokkurs virði, en fann ekkert. En þegar jeg var að
gæta að þessu, rakst jeg á sódavatnsflösku í horninu
á skápnum. Þá niundi jeg eftir því, að löngu fyrir jól
kom einu sinni til mín maður, sem jeg vildi gæða á
einhverju og hann kaus sódavatn, svo jeg hljóp út til
kryddsalans og fjekk eina af þeirri tegund sem kall-
aðar voru sogflöskur (Siphon), kostaði innihaldið 16
aura, en flaskan fylgdi með þannig að maður lagði
kr. 3,50 í veð, sem maður fjekk aftur, er flöskunni
var skilað. Þefta veð hafði jeg svo lagt. Maðurinn
drakk aðeins lítið eilt og hafði jeg svo sett flöskuna
inn í skapinn, og af því jeg drakk aldrei sódavatn,
hafði jeg gleymt henni. Nú kom hún í góðar þarfir.
Jeg tæmdi innihaldið í skólpfötuna, og fór með flösk-
una og fjekk mínar 3 kr. og 50 aura fyrir. Nú var
jeg birgur og fór strax á matarhús og keypti mjer
máltíð fyrir 50 aura. Og er jeg var orðinn saddur var
jeg svo sæll. Jeg gekk út á Norðurbrú; þar hitti jeg
lítinn dreng, sem var að naga brauðskorpu. Jeg var
sve glaður af því að jeg átti fjársjóð, og var saddur,
að jeg bauð drengnum að borða þar í kjallarakrá
einni og varð hann afarfeginn. Og jeg átti samt forða
eftir til nokkurra daga. Þetta kom nú ekki oft fyrir, og
alt af rættist fram úr á einhvern veg. Svo var mjer
einn dag tilkynt frá K. F. U. M. að einhver hefði
komið og borgað fyrir mig miðdagsmat í 2 mánuði.
Hann hefur haft grun um að jeg væri ekki vel stæð-
ur, en nafn hans fjekk jeg aldrei að vita.
Sumarið 1895 var fyrir mjer viðburðalítið sumar.
Jeg varði mestu af því til þess að starfa í »sveit«
minni og sjerstaklega lagði jeg alúð við þá drengi
sem voru erfiðir eða voru að komast á glapsfigu.
Hefði jeg ýmislegt fróðlegt að segja frá því starfi
og viðkynningu við piltana og heimili þeirra, sem hjer
yrði of langt að skrifa um; en sumir af þeim piltum,
sem þá voru allra erfiðastir viðfangs, eru nú meðal
minna góðu vina og merkir menn. Þetta sumar komst
jeg svo inn í starfið að það tók mig algerlega; mjer
fanst jeg hafa að lokum fundið sjálfan mig. Og þetta
ágerðist eftir því sem á sumarið leið. Allur annar
áhugi þvarr fyrir þessu eina og auðvitað fór námið
að líða við það. Um vorið fórum við skemtiför til
Skánar með eitthvað um 300 drengi og var það
mikill skemtidagur. Jeg orti kvæði, sem sungið var í
skóginum, og Ricard orti annað. Aðallega tók jeg
þátt í U-D, miklu minna í aðaldeildirni. Þegar haustið
kom gekk jeg að vísu á fyrirlestra, en aðallega til
þess að fá haldið iðnisattesti mínu, en heldur varð
lítið úr lestri. Þó las jeg talsvert í Ovid fyrri partinn
um veturinn. Jeg fór að verða talsvert kunnugur í
fjelaginu og margir voru mjer afar góðir. Bankastjóri
Bangert, formaður fjelagsins, var mjer ákaflega góður
og vinveittur, og var hann það til dauðadags. Kemur
hann að vísu enn þá meira við sögu mína síðar. Svo
fór að líða á nóvembermánuð og þá fór mjer að
verða dálítið órótt út af árekstrinum milli þessa kristi-
lega sjálfboðastarfs og skyldunámsins. Og jeg fann
æ belur og belur að jeg var ekki maður til að
hafa hvorttveggja saman; sumir gátu skift sjer þannig
á milli, að þeir gátu unnið gott verk í fjelaginu og
stundað samt nám sitt, en jeg fann að jeg gæti það
ekki. Ef jeg vildi stunda námið, varð jeg að draga
mig burt frá K. F. U. M. þangað til jeg væri búinn,
og jeg fann að jeg mundi þurfa að beita við mig
mjög hörðu, ef jeg ætti að hætta við fjelagið. Mjer
fanst jeg bregðast ýmsum af hinum ungu, sem jeg
fann að jeg var til hjálpar. Þetta varð því í huga
mínum að skyldubága, en í raun og veru var það
þannig, að skyldan stóð á móti tilhneigingunni. Og
tilhneigingin hafði sterkari taugar. En baráttan varð
alt af þyngri og þyngri. Svo kom spursmálið, en ef