Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 15
Ö Ð I N N 15 kom méð. Læknirinn var því einn heima og bað mig að sofa þar í húsinu á nóttum. Svo var jeg þar til húsa um tíma. Mig langaði aftur á sjóinn og fjekk mjer far hjá sama manninum og áður. En hann fór ekki sjálfur með. Hann gerði út 2 báta. Sá bátur, sem jeg átti að róa á, hafði línu og langaði mig til að sjá, hvernig farið væri að fiska á þann hátt. Við vorum þrír á. Formaðurinn, sem var vinnumaður hjá bátseigandan- anum, og gamall maður, vanur sjómaður, en nær því blindur, og jeg, sem aldrei hafði sjeð línu lagða í sjó. Formaðurinn hafði verið á slarki nóttina áður og verið mjög ölvaður, en var nú búinn að sofa úr sjer um daginn, en samt var talsvert »ryk« í honum, er við Iögðum á stað um kvöldið kl. 6. — Svo rerum við út fjörðinn. Það var langur róður. Formaðurinn varð oft þyrstur á leiðinni og tók upp flösku með vatni, að jeg hjelt, og drakk sjer væna teiga. En undarlega brá við vatnsdrykkju þá, því hann fór að verða æ ölvaðri, því lengra sem kom út á fjörðinn. Samt komumst við út á mið og hann gat rjett aðeins komið línunni í sjóinn. Það var talsverð kvika og hálf hryss- ingslegt veðrið. Þegar búið var að leggja, þá lagðist hann niður í bátinn og steinsofnaði. Svo er gamli maðurinn sagði að mál væri komið til að vitja um lóðina, fórum við að vekja formanninn, en hann svaf svo fast að það var algerlega ómögulegt. Svo var ekki um annað að gera en að jeg dragi hana eftir leiðbeiningu og tilsögn gamla mannsins. Hann var svo í andófinu og jeg dró. Það var mikill fiskur á henni. Svo mitt í því að jeg var að draga, rumskaði formaðurinn og rak löppina í bjóðið og steypti því niður af þóttu, svo línan fór í flækju. Svo er jeg hafði dregið inn alla línuna, þá rerum við upp að landi til þess að beita aftur, og greiða línuna. Jeg hafði aldrei sjeð línu beitta áður, en þetta tókst með leiðbeiningu gamla mannsins, þótt hann hálfblindur væri. Svo rerum við aftur út og jeg lagði línuna, eins og jeg hafði sjeð formanninn gera í fyrsta kast- inu. Það gekk vel, þótt talsverð ylgja væri í sjónum. ]eg hló með sjálfum mjer, að hugsa um þessa sjó- ferð og þennan »mannskap«. Formaðurinn blindfullur og sofandi, annar hásetinn gamall og blindur og hinn alls ókunnur öllu, er að fiskiveiðum laut; hafði aldrei áður svo mikið sem sjeð veitt með þessari aðferð. Eftir hæfilegan tíma dró jeg aftur línuna inn og var á henni mikið af vænum þorski. Nú beittum við hana að nýju þar úti, því nú var hún ekki flækt. Svo lagði jeg hana enn, en nú var mig farið að svíða í hendurnar, því jeg var alt af berhentur. Þegar það var búið, vaknaði formaðurinn loksins, og varð alveg hissa, er hann sá að kominn var morgun og báturinn meira en hálffullur af fiski. Hann dró svo línuna upp og var á henni svo mikill fiskur, að báturinn varð hlaðinn, og fórum við nú að sigla inn og fengum svo gott leiði að ekkert þurfti að róa. Næstu daga var jeg mjög aumur í höndun- um, en þótti það vel tilvinnandi, því við höfðum feng- ið 22 króna hlut. Jeg gerðist nú fíkinn í að ná í meiri peninga á sama hátt og reri í þriðja sinn við annan mann aðeins, á litlum bát, en þá nótt fiskuðum við lítið, og það sem verra var, vinstri höndin á mjer fór að bólgna og varð svo helaum að jeg gat varla róið í andófinu, hvað þá meira. Svo fórum við heim og kom þá í ljós að tekið var að grafa í lófanum. Var nú ekki að hyggja til sæfara um sinn. Höndin var stokkbólgin og mikill graftrarverkur í henni. Svo eitt kvöld voru komnir gestir til læknisins og var vín haft á boðstólum. Um tólfleytið voru menn teknir að gerast ölvaðir. ]eg drakk eitt glas af sherry, en jeg hafði svo mikinn verk í hendinni að jeg fór upp að hátta. En hinir sátu eftir. Þegar jeg var háttaður, fjekk jeg óþolandi verk í hendina og gat ekki sofn- að, svo loksins fór jeg í hálfgerðu æði fram úr rúminu og fór ofan í vasa minn og tók upp sjálf- skeiðing, bitlítinn og skörðóttan og stakk honum inn í bólguna og risti svo niður í lófann, undan greip- inni milli löngu tangar og græðifingurs; vall þar út gröftur og blóð og kreysti jeg út eins mikið og jeg gat; síðan reif jeg sundur vasaklút minn og batt um það. Þá hljóp verkurinn úr og jeg sofnaði. Rjett í því að jeg var að sofna, heyrði jeg að gufuskip bljes og vissi þá að »Laura« væri komin, því von var á henni þá um nóttina eða næsta dag. Jeg sofnaði svo, en kl. 5 um morguninn kom læknirinn upp og vakti mig og bað mig að standa upp sem skjótast, því að tengdamóðir sín væri komin frá Kaupmannahöfn og mundi koma í land um fótaferðartíma, og nú yrðum við að setja alt húsið í stand, svo engin vegsum- merki kveldsins sæjust. Svo gerðum við það sem við gátum og læknirinn fjekk um sjöleytið kvenmann að gera það, sem á vantaði. Svo kom gamla konan í land og læknirinn tók á móti henni með mestu kurt- eysi. Eftir jarðarför manns síns hafði hún drifið sig af stað til Islands til dóttur sinnar, og þannig höfðu þær farist á mis á leiðinni. Varð það úr, að hún varð að dvelja til næstu skipsferðar. Með »Lauru» voru góðir kunningjar mínir. Það voru þeir læknisfræð- ingarnir Gísli Pjetursson frá Ánanaustum, þá nýorð- inn kandidat, og Guðmundur Hannesson stud. med.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.