Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 65

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 65
Ó Ð I N N 65 bekknum, en las þó ýnnslegt aukreitis, einkum nýju málin. P*á er hann hafði lokið fjórða- bekkjar-prófi, vorið 1903, fjekk hann leyfi til þess að lesa á einum vetri undir stúdentspróf, en slíkt leyfi fengu þeir einir, sem reyndir voru að góðum hæfileikum. Hann stundaði heimilis- kenslu á Patreksfirði veturinn 1903—4, en las í tómstundum sínum og lauk stúdentsprófi 30. júní 1904, með I. einkunn. Björgúlfur fór úr Reykjavík á hverju sumri, á meðan hann var í latínuskólanum, til þess að leita sjer atvinnu. Þótti skólabræðrum hans einkennilegt, hve viða hann fór á þeim árum. Hann var eitt sumar á Hólum í Hjaltadal, annað í Möðrudal á Fjöllum, hið þriðja í Borg- arfirði eystra og fjórða sumarið kendi hann sund í Vestmannaeyjum. Sumarið, sem hann gekk inn í Latínuskólann, rjeðst hann til veiða á sþórcc, sem þá var botnvörpuskip, í eigu danskra útgerðarmanna, en nú er varðskip hjer við land. Af þessum sökum varð Björgúlfur vel kunnugur atvinnuvegum og landsháttum og kyntist fjölda manna. Sumarið 1904 fór hann til Iíaupmannahafnar og tók þar að stunda læknisfræði. Hann lauk háskólaprófi í þeirri grein vorið 1911, þótt hann yrði oft að hverfa frá námi tima og tíma til þess að afla sjer fjár, því að fjelítill var hann þá eins og margir aðrir landar hafa verið og eru enn, þeir er nám stunda. Var hann þá læknir fyrir aðra, sem tóku sjer hvild um stund. Skildist hann hvarvetna svo við, að virðing hans og vinsældir jukust því meir sem dvöl hans varð lengri í hverjum stað. Næstu tvö ár eftir embættispróf stundaði hann lækningar víðsvegar um Danmörku, t. d. í Oresunds Hospital, Odense, Vordingborg og Juelsminde. Átti hann þar við góð kjör að búa, eftir því, sem þá gerðist, en þó festi hann þar aldrei yndi. Honum var um eitt skeið ríkt í huga að gerast skipslæknir á einhverju langferðaskipi, en þó varð aldrei úr því. En veturinn 1913 kom honum til hugar að sækja um læknisstörf í nýlendum Hollend- inga í Asíu. Hafði hollenska stjórnin auglýst eftir læknum í því skyni. Fór hann þá þegar á fund sendiherra Hollendinga í Kaupmannahöfn, án þess að leita nokkurs manns aðstoðar. Var honum ráðlagt að skrifa stjórnardeild þeirri, sem um þetta mál fjallaði, og skömmu síðar var hann ráðinn til þriggja ára hjá hollensku stjórn- inni, til þess að annast lækningar austur i ný- lendum Hollendinga. Þá um sumarið kom hann snögga ferð hingað, til þess að vitja vina og ættingja, áður en hann færi austur. í nóvembermánuði 1913 lagði hann af stað í hina miklu »austurför« sina og fór þá til Bata- via á Java. Þaðan fór hann til Tímahí, — sem er uppi í háfjöllum á Java, — og stundaði sjúkra- húslækningar fram til vors 1914, en varð þá herdeildar- og hjeraðslæknir í Kenangan á Borneó og dvaldist þar í þjónustu hollensku stjórnar- innar þangað til vorið 1916, en þá var liðinn sá tími, sem hann rjeðst til í upphafi, eins og fyr segir. Árið 1915, 16. dag aprílmánaðar, kvæntist Björg- úlfur ungfrú t’órunni Benediktsdóttur, kaup- manns, Þórarinssonar, en þau voru þá sitt í hvorri heimsálfu, hún í Amsterdam í Hollandi, en hann í Kenangan á Borneó, og fór hjóna- vígslan fram samtímis á báðum þessum stöðum, en síðan fór brúðurin austur, fyrst til Genóva en þaðan sjóleiðis til Borneó. — Þau hafa eign- ast tvö börn, dóttur, sem Sigrún heitir og fædd er í Kaupmannahöfn 14. desember 1922, og son, sem Egill heitir. Hann fæddist i Sambó 7. ágúst 1924. Þegar Björgúlfur fór úr þjónustu stjórnarinn- ar, settist hann að í Bandjurnasin, höfuðstað á Borneó, og stundaði þar lækningar fram til vors 1917, en rjeðst þá í þjónustu Asiatic Petroleum fjelagsins. Þykir læknum gott til fjár og frama að starfa hjá því fjelagi, og getur það jafnan gengið í valið um góða starfsmenn, hvort sem eru læknar eða aðrir. Ugglaust hafa margir átt betri aðstöðu en Björgúlfur til þess að komast í þjónustu þessa fjelags, en honum dugði það, að hann hafði áður getið sjer hinn besta orðstir í starfi sínu. Settist hann þá að i eynni Sambó, rjett hjá borginni Singapore, er stendur í ey við suðurodda Malakkaskaga. Þar starfaði hann fram til vorsins 1926 og var yfirlæknir i spítala þeim, sem fyrgreint fjelag hefir látið reisa þar, og tekur á annað hundrað sjúklinga. Voru þar tveir læknar auk hans. Auk spítalastarfsins gegndi hann einnig sótt- varnarstörfum fyrir hollensku stjórnina, því að þar er sóttgætslustöð þeirra skipa, sem fara frá Singapore til hollensku nýlendunnar (Strate Settlement). Þar eru siglingar svo miklar, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.