Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 46
46 Ó Ð I N N mjög hryggur í huga, svo fleygði jeg mjer upp í rúmið og sofnaði frá ljósinu. Þá dreymdi mig draum: ]eg þóttist vera í fangbrögðum við mann nokkurn, og svo varð mjer ljóst, að það var sá vondi sjálfur, og ætlaði hann að verða mjer yfirsterkari, en er jeg kallaði nafnið ]esús, þá varð hann minni og minni og jeg gat borið hann í fanginu, en ekki opnað dyrn- ar, en þá stóð ungur maður hjá hurðinni í skínandi klæðum og sagði: »Kastaðu honum út!« og opnaði. Og er jeg hafði gert það, stóð hann brosandi og fagur í sömu sporum, og er jeg spurði hann, hver hann væri, sagði hann: »]eg heiti Alvisius!« i því vaknaði jeg og draumurinn stóð lifandi fyrir mjer. ]eg skrifaði nafnið upp á miða og háttaði mjög hug- rór. Um morguninn, er jeg sá miðann, fór jeg að spyrjast fyrir, hvort nokkur þekti þennan Alvisius, en enginn þekti hann, og jeg mundi ekki eftir að jeg hefði heyrt nafnið eða sjeð. — En seinna, jeg held það hafi verið 23. jan. næsta ár, fór jeg niður í ka- þólsku kirkjuna í Breiðgötu, að sjá helgiskrín það er bein heilags Ansgars voru borin í um kirkjuna í skrautlegri skrúðgöngu. Eftir skríninu kom smámeyja- flokkur með fána, hvítklæddur allur, og svo drengja- flokkur með fána og á honum brjóstmynd, og þóttist jeg þar kenna hjálparmann minn í draumnum og spurði kirkjuþjóninn á eftir, af hverjum myndin væri, og sagði hann að það væri mynd af hinum heilaga Alvisiusi af Gonzaga. Svo fór jeg út til Ordrup á fund ]óns Sveinssonar paters, hins ágæta manns. Hafði jeg sjeð hann um sumarið. Aður en hann sigldi til Islands, kom hann með Þorsteini Gíslasyni niður á Garð, víst að fá einhverjar upplýsingar viðvíkjandi Is- landsförinni. Þess vegna datt mjer í hug að leita til hans. Hann lánaði mjer þýska bók um Alvisius og er hann hjá kaþólskum dýrðlingur æskulýðsins, og hafði jeg mikla uppbyggingu af að lesa um hann, og varð mjer viðkynning við hann til mikillar hjálpar, bæði þá og seinna í starfi mínu. Nú víkur sögunni aftur að haustinu 1894. Um haustið varð Har. Þór- arinsson sambýlismaður minn, þann vetur. Þá um haustið breytti jeg námi mínu og hugðist að lesa málfræði, með latínu fyrir höfuðgrein, og annars róm- önsku málin; jeg sá að læknisfræðin var svo dýrt og langt nám, og hafði jeg ekki kjark nje þrautseigju til að halda henni til streytu. Við Har. Þórarinsson átt- um því góða samleið, því hann las líka latínu og var góður í henni. Nú gekk jeg á fyrirlestra hjá Gerts í latínu og til Wilhelms Thomsen í samanburðar málfræði. Prófessor Sundbye dó um þetta leytið og varð Christian Nyrup eftirmaður hans, en þennan vetur var hann á námsferð, svo að jeg byrjaði ekki á hin- um málunum, nema frönsku, sem jeg tók á kursus hjá manni, sem hjet Marcussen, að mig minnir. Snemma í október kom til mín stud. med. nokkur og kom hann að vitja um gestakort mitt í K. F. U. M., hvort jeg vildi skila því, eða Iáta taka mig inn sem meðlim í fjelagið. Gjaldið var 25 aurar á mán- uði. Mjer fanst hálfneyðarlegt af mjer að hafa verið svo lengi á gestalista, en vilja svo ekki ganga inn, er jeg ætti að fara að borga svo lítið gjald. ]eg hugsaði mjer því að gerast meðlimur og vera það svo sem 3—4 mánuði, og gæti jeg þá sagt mig úr. ]eg sagði stúdentinum að jeg ætlaði að ganga í fje- lagið. Svo átti jeg að mæta til upptökunnar næsta þriðjudag í Bethesdahúsinu. ]eg hálfkveið fyrir ef það yrðu miklar »Ceremoniur« við það. Samt bjó jeg mig og fór þangað. Þar var margt af karlmönnum. Fyrst var kröftugur sálmur sunginn. Síðan hjelt pastor Dalhoff fyrirlestur um hjúkrun og díakonissustarf á Þýskalandi, þar sem hann hafði ferðast þá um sum- arið. Mjer þótti erindið gott og fann engan sjertrúar keim að þessu. Þar næst talaði formaður fjelagsins nokkur orð mjög hlý og falleg til vor, sem ætluðum að gerast meðlimir, afhenti síðan meðlimakortin og bauð okkur velkomna. Svo var hlje og komu þá ýmsir að tala við mig um daginn og veginn og voru mjög alúðlegir. Svo var endað með stuttri andagt og fundurinn var á enda. Þannig var jeg kominn inn í þennan fjelagsskap, sem átti að hafa svo mikil áhrif á líf mitt. En samt hafði jeg engan áhuga á fjelag- inu, og kom ekki á fundi þess. ]eg setti mig heldur ekki inn í starf þess, af því jeg ætlaði mjer ekki að ílengjast þar. Fjelagið hafði þá um haustið flutt sig úr Fiolstræti út í Vendersgötu 26, og leigt sjer þar stóra íbúð. ]eg kom þangað einu sinni að sjá nýja staðinn. Það voru skemtilegar stofur, og þar voru haldnir minni fundir, en stærri fundir voru haldnir í Bethesda. Um þessar mundir hafði jeg fengið þá flugu að yrkja sorgarleik og hafði valið efnið: Sál konungur, og var að »stúdera« alt um Sál og hans tímabil. Sá jeg þá auglýst, að pastor Sten ætti að flytja röð af fyrirlestrum um Sál konung í K. F. U. M., 5 þriðjudaga í röð. ]eg hugsaði mjer að jeg skyldi hlusta á þá fyrirlestra og gerði það. Var jeg á þessum fundum og þótti mjer þeir afarskemtilegir. Fanst að það fjelag, sem ljeti halda svona góða fyrir- lestra, hlyti að hafa eitthvað sjer til gildis. En samt hætti jeg að koma á þriðjudögum, eftir að pastor Sten hafði endað fyrirlestra sína. Þetta haust kom að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.