Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 71

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 71
Ó Ð I N N 71 Sólskin. Blíðviðri. Brosrnildi hreykjandi bylta sjer leikandi bárur á glitrandi ögxi. Suðrænir vindar sveipa um tinda sólbjörtum gullskýja kögri; svífa svo fagnandi, fögnuð hvern magnandi, af fjöllum í dalina niður, fannirnar þíða. Frammi til hlíða er fossandi smálækja kliður. Sveitina yljandi, algróður viljandi enn þá er vorið í förum. Elfurnar streyma. óveðrum gleyma endur á vökum og skörum. Inni hjá söndunum, úti með ströndunum, ættingjar vetrarins þagna. Sólskríkjur smáar söngraddir fága; sumri og ástunum fagna. Á úthöfin blikandi ómtöfrar kvikandi óskir til langferða kalla. Ástfóstur bjóða unaði ljóða elfur til dala og fjalla. Huga sinn yngjandi heiðlóa syngjandi heldur á fornkunnar slóðir. Ungbörnin vaka. Álftirnar kvaka; una við norrænar glóðir. Hlákuvindur. Feyr fer um sveitina sumarspá þyljandi Sólgeislar yljandi sindra um fannir og mel. Með móðu í hlíðum blævindar blíðir birta sitt hlýjasta þel. Stiga’ upp á ísana elfarflóð niðandi, ómandi, kliðandi. Erla fer syngjandi’ i tún. Svellalög ræsir, svellbunka glæsir sól yfir FJjótsheiðar brún. Grær í lundi —. Grær í lundi. Bára og daggir blika bjart um voga, engi’ og tún. Ut á sundi árdagsgeislar hvika, eldar loga’ á fjalla brún. Spói flýgur hátt og vellur víða. Vermist lyng í morgun blæ. Angan stígur upp af gróðri hlíða. Erla syngur heima’ við bæ. Lóur una óði’ í grænum móa. Elfar dynur berst um hlíð. — í túni munatöflur gullnar glóa góðra vina úr fyrri tíð. Sólskin. Á sumarkvöldi fer sól með völdin um sveit og tinda og geislar iða um engi’ og skriðu og elda kynda. Að grýttri brún hafa gullský hlúð og gróin tún bera spariskrúð. í blíðalogni af Ijósu sogni ber ljómann víða. Um lundey titrandi leiftur glitra og langt til hliða. Hver einstök lind er i eldi skírð og elfur tindra í ljósadýrð. Sem lögur tindrandi ljórar sindra á lágum hjalla. Sem æska’ á kinnum þeir á sig minna og á mig kalla. — Á leiti jeg gleymi við ljósin mjer. Hvert leiftur geymir hjer svip af þjer. Undir beru lofti. Um kvöld runnu hjarðir í hlíðum og hjallana leitandi klifu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.