Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 18
i& Ó Ð I N N aðist. Ennfremur gaf hann mjer dýrindis oturskinns- húfu. Þannig reyndist mjer hann hinn besti drengur í öllu og held jeg að allir hans menn hafi farið ánægðir. ]eg gat þannig sýnt vinum mínum á Seyðis- firði, er höfðu talað illa um hann við mig áður, hve tæpt var að trúa hverju því, sem sagt væri um mann, er tekinn væri fyrir. Við Jón höfum ávalt síðan verið miklir mátar og hef jeg reynt hann og fólk hans að góðu einu. Þann 24. vorum við allir sjómenn á Mjóafirði, sunn- lendingar, komnir yfir í Brekkuþorpið, og biðum eftir »Vaagen«. En »Vaagen« kom ekki. Vorum við nú illa sviknir að fljótum heimkomu vonum. Jeg var hjá prestinum heila viku og hafði þar ágætan tíma. Presturinn var hið mesta ljúfmenni og skemtilegur mjög í viðræðum. Hann var vel að sjer í kvæðum Horatiusar og höfðum við mikla skemtun að viðræð- um um lærdómsgreinar og skólaminningar. Hjá hon- um var þá þennan tíma annar skólapiltur. Það var Pjetur Þorsteinsson, er seinna varð prestur og dó í Eydölum. Hann var svo ljúfur í umgengni, prúður og saklaus að við, skólabræður hans, kölluðum hann gæðadreng; hann átti það nafn skilið. Eftir vikutíma fórum vjer allir sjómennirnir yfir til Seyðisfjarðar. »Vaagen« var þá enn ókomin að sunn- an og skildi enginn neitt í því. Aðeins fengum við að vita, að Wathne hefði látið hana fara norður um land. Nú var ekki um annað að gera en að bíða á Seyðisfirði eftir »Thyru«, sem átti að koma þangað þann 4. október. Jeg notaði tímann til að fara kynnis- för til Loðmundarfjarðar að heimsækja þar ættfólk mitt. Jeg fór gangandi út að Selstöðum. Það var næsti bær fyrir utan Dvergastein. Þar bjó bóndi Björn að nafni og hjet kona hans Rannveig Stefáns- dóttir frá Stakkahlíð, mamma og hún voru systkina- dætur. Þau hjón höfðu búið þar allan sinn búskap og voru talin efnahjón. Þau áttu fjölda barna. Þar var mjer tekið með mestu virktum. Jeg var þar um nótt- ina og næsta dag lánaði Björn bóndi mjer hest yfir að Stakkahlíð. Baldvin og Ingibjörg tóku mjer ákaf- lega vel og reið jeg með Baldvin út að Nesi, þar var eitthvert boð. Ekki man jeg hvernig á því stóð. Þar dvöldum við langt fram á kvöld og komum ekki til Stakkahlíðar fyr en um lágnætti. Jeg var í Stakka- hlíð um nóttina og langt fram á næsta dag. Baldvin reið með mjer upp á heiðina milli Loðmundarfjarðar og Seyðisfjarðar og skildum við með mikilli vinsemd. Hafði jeg mikla gleði af að kynnast þessu frændfólki mínu, enda var Stakkahlíð setin hið prýðilegasta og höfðingjasetur. Enn var þá á Iífi öldungurinn Stefán Gunnarsson, kempulegur maður mjög, þrátt fyrir sinn háa aldur. Hann hafði verið kvæntur Þorbjörgu Þórðardóttur, afasystur minni. Næstu nótt var jeg svo aftur á Selstöðum. Þar var systir Björns, bóndans, sem Ingibjörg hjet. Hún var ekkja og virðingarkona. A einu furðaði jeg mig þar. Jeg heyrði að börnin öll þjeruðu foreldra sína. Það var víst gamall ættarsiður. Þegar jeg fór þaðan sendi Björn son sinn einn með mjer inn á Seyðisfjörð, til þess að taka hestinn til baka, er hann lánaði mjer. Að skilnaði gáfu þau hjónin mjer 20 króna gullpening og Ingibjörg gaf mjer 10 krónur, líka í gulli. Þannig var jeg leystur út með gjöfum að fornum sið. Jeg hafði haft mikla ánægju af þessari ferð. Nú er að segja af því, að sjómennirnir, sem höfðu ætlað þann 24. með »Vaagen«, voru mjög gramir út af vonbrigðum sínum og þótti slæmt að þurfa að bíða og fara svo langa ferð norður fyrir land og höfðum við oft fundi um, hvað gera skyldi. Var mikið talað um að höfða mál á móti Wathne. Vjer höfðum góðan og gegnan mann í ráðum með oss, en það var Sigurður Jónsson frá Gautlöndum. Einn dag gerði Wathne boð eftir mjer að tala um málið. Hann kvaðst ekki skilja í, hvað orðið hefði af »Vaagen«, því engar fregnir höfðu borist, og væri óvíst, hvort hún væri ofan eða neðan sjávar, en til þess nú að yrði ekkert stapp úr þessu, bað hann mig að bera upp fyrir sjómönnum, hvort þeir vildu ganga inn á að hann borgaði 500 krónur og væri þá laus mál- anna. Jeg kallaði þá svo saman á fund og bar upp málið. Að vísu var þetta lítið til hvers, en aftur þótti þeim óvíst hvort nokkuð hefðist upp úr málsókn, þar sem þeir nú dreifðust brátt allir suður um öll nes, og eftir talsverðar umræður varð þetta ofan á. Svo var sætst á þetta, og daginn áður en »Thyra« fór, afhenti Wathne mjer fjeð í tómu sænsku gulli. Þegar út á skipið var komið og manntal tekið yfir sjó- mennina, sem heyrðu til þessum hóp, voru það 85 og átti þá hver að fá kr. 5,87. Okkur kom saman um að skifta ekki fjenu fyr en suður í Faxaflóa. Jeg þorði ekki að geyma á mjer svo mikla peninga og fór því til skipstjórans, Hovgaards höfuðsmanns, og bað hann að geyma fyrir mig peningana, þangað til vjer kæmum suður, og sagði honum hvernig til komið væri með þá. Hann gerði þetta mjög góðfúslega. Jeg hafði á Seyðisfirði keypt faseðil á 2. farrými. Voru þar ýmsir af skólabræðrum mínum; þar var Pjetur Þorsteinsson og Karl Einarsson frá Seyðisfirði. Jeg hafði kynst honum um sumarið og fengið bestu við- tökur hjá honum. Þar var og Sigfús Sveinsson, kaup-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.