Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 6
6
Ó Ð I N N
Þorsteinn Jónsson
°g
Ragnheiður Þorgrímsdóttir.
Þorsteinn Jónsson á Grund á Akranesi er
fæddur 4. júrií 1857, sonur Jóns bónda á Vatns-
hömrum í Andakíl Runólfssonar hreppstjóra á
Skeljabrekku, en móðir Þorsteins var Ragn-
heiður Jóhannsdóttir prests á Hesti. Kona sjera
Jóhanns var Oddný Jónsdóttir Ketilssonar, úr
Rreiðafirði. ólst
Þorsteinn upp
á Vatnshömr-
um til 27 ára
aldurs, stund-
aði sjómensku
á vertíðum, en
var frá tvítugs
aldri iðulega
húskennari þar
í sveitinni. —
Árið 1884 flutt-
ist hann út á
A k r a n e s og
kvæntist þar 17.
okt. 1885 Ragn-
heiði Þorgríms-
dóttur prests í
Saurbæ, sem þá
var ekkja á
Grund. Fluttust þau 1887 að Melum í Melasveit
og bjuggu þar 5 ár, en fóru þá aftur að Grund
á Akranesi og hafa dvalið þar alla tíð síðan.
Akranes er viðkunnanlegt pláss og björgulegt,
og liggur vel við bæði sjó og sveitum, og hefur
Þorsteinn á Grund nú um langt skeið verið
einn af helstu forvígismönnum þorpsins og haft
þar á hendi mörg trúnaðarstörf. Hefur hann
verið oddviti hreppsins í 12 ár samfleytt, sýslu-
nefndarmaður og hjeraðsfulltrúi í 20 ár, og er
hvorttveggja enn. Endurskoðun hreppsreikninga
og sýslureikninga hefur hann haft með höndum
í mörg ár. Einnig var hann í 9 ár annar kenn-
ari við barnaskóla Akurnesinga. Hann keypti i
fjelagi með öðrum fyrsta vjelbátinn, sem Akur-
nesingar eignuðust, og bjet sá bátur Pólstjarnan.
Sem sýslunefndarmaður kom hann á stofnun
sparsjóðs á Akranesi 1918. Bindindismálsfröm-
uður hefur hann verið síðan um aldamót og
umboðsmaður stórtemplars frá 1907. Hann hefur
verið fjörmaður, kátur og fyndinn, ljeltur í máli,
skáldmæltur, og hefur ritað ýmislegt í blöðin.
F'rú Ragnheiður er fædd 31. jan. 1844 á Þæfi-
steini í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi, en flult-
ist á 4. ári með foreldrum sínum að Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd. Faðir hennar, sjera Þorgrím-
ur, var bróðir Torfa Thorgrimsen í Hafnarfirði,
föður Guðmundar Thorgrimsen á Eyrarbakka,
en móðir hennar var Ingibjörg systir Helga
biskups Thordersen, og eru þær ættir alkunnar.
Ragnheiður gift-
ist fyrst 9. maí
1867 Halldóri
Einarssyni á
Grund á Akra-
nesi, merkum
og vænum
manni, og eign-
uðust þau sex
börn. Dóu fjög-
ur þeirra í
bernsku, en ein
dótlir, Gunn-
liildur að nafni,
náði 23 ára
aldri, og önnur
er enn á lífi:
frú Petrea Ingi-
björg Jörgen-
sen, ekkja Júl-
íusar Jörgensen, áður veitingamanns á Hótel
Island. Þau Þorsteinn og Ragnheiður eiga eina
dóttur, Emelíu, sem gift er Þórði Ásmundssyni
útgerðarmanni á Akranesi, og eiga þau 8 börn.
Kunnugur maður segir, að frú Ragnheiður hafi
verið mesta fríðleiks- og myndarkona, greind
vel og minnug, og enn sje hún hress, bæði
andlega og líkamlega, þótt bráðum sje hún
hálfníræð.
A G.
Sl
Fáu feginn.
Það er orðið ógnarfátt, sem eg verð feginn,
en glampi einhver geisli á veginn,
gleðst jeg ætíð sólarmegin.
í’orsteinn Jónsson.
Ragnheiður Rorgrimsdóttir.
Fnjóskur.