Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 6

Óðinn - 01.01.1928, Qupperneq 6
6 Ó Ð I N N Þorsteinn Jónsson °g Ragnheiður Þorgrímsdóttir. Þorsteinn Jónsson á Grund á Akranesi er fæddur 4. júrií 1857, sonur Jóns bónda á Vatns- hömrum í Andakíl Runólfssonar hreppstjóra á Skeljabrekku, en móðir Þorsteins var Ragn- heiður Jóhannsdóttir prests á Hesti. Kona sjera Jóhanns var Oddný Jónsdóttir Ketilssonar, úr Rreiðafirði. ólst Þorsteinn upp á Vatnshömr- um til 27 ára aldurs, stund- aði sjómensku á vertíðum, en var frá tvítugs aldri iðulega húskennari þar í sveitinni. — Árið 1884 flutt- ist hann út á A k r a n e s og kvæntist þar 17. okt. 1885 Ragn- heiði Þorgríms- dóttur prests í Saurbæ, sem þá var ekkja á Grund. Fluttust þau 1887 að Melum í Melasveit og bjuggu þar 5 ár, en fóru þá aftur að Grund á Akranesi og hafa dvalið þar alla tíð síðan. Akranes er viðkunnanlegt pláss og björgulegt, og liggur vel við bæði sjó og sveitum, og hefur Þorsteinn á Grund nú um langt skeið verið einn af helstu forvígismönnum þorpsins og haft þar á hendi mörg trúnaðarstörf. Hefur hann verið oddviti hreppsins í 12 ár samfleytt, sýslu- nefndarmaður og hjeraðsfulltrúi í 20 ár, og er hvorttveggja enn. Endurskoðun hreppsreikninga og sýslureikninga hefur hann haft með höndum í mörg ár. Einnig var hann í 9 ár annar kenn- ari við barnaskóla Akurnesinga. Hann keypti i fjelagi með öðrum fyrsta vjelbátinn, sem Akur- nesingar eignuðust, og bjet sá bátur Pólstjarnan. Sem sýslunefndarmaður kom hann á stofnun sparsjóðs á Akranesi 1918. Bindindismálsfröm- uður hefur hann verið síðan um aldamót og umboðsmaður stórtemplars frá 1907. Hann hefur verið fjörmaður, kátur og fyndinn, ljeltur í máli, skáldmæltur, og hefur ritað ýmislegt í blöðin. F'rú Ragnheiður er fædd 31. jan. 1844 á Þæfi- steini í Ingjaldshólssókn á Snæfellsnesi, en flult- ist á 4. ári með foreldrum sínum að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Faðir hennar, sjera Þorgrím- ur, var bróðir Torfa Thorgrimsen í Hafnarfirði, föður Guðmundar Thorgrimsen á Eyrarbakka, en móðir hennar var Ingibjörg systir Helga biskups Thordersen, og eru þær ættir alkunnar. Ragnheiður gift- ist fyrst 9. maí 1867 Halldóri Einarssyni á Grund á Akra- nesi, merkum og vænum manni, og eign- uðust þau sex börn. Dóu fjög- ur þeirra í bernsku, en ein dótlir, Gunn- liildur að nafni, náði 23 ára aldri, og önnur er enn á lífi: frú Petrea Ingi- björg Jörgen- sen, ekkja Júl- íusar Jörgensen, áður veitingamanns á Hótel Island. Þau Þorsteinn og Ragnheiður eiga eina dóttur, Emelíu, sem gift er Þórði Ásmundssyni útgerðarmanni á Akranesi, og eiga þau 8 börn. Kunnugur maður segir, að frú Ragnheiður hafi verið mesta fríðleiks- og myndarkona, greind vel og minnug, og enn sje hún hress, bæði andlega og líkamlega, þótt bráðum sje hún hálfníræð. A G. Sl Fáu feginn. Það er orðið ógnarfátt, sem eg verð feginn, en glampi einhver geisli á veginn, gleðst jeg ætíð sólarmegin. í’orsteinn Jónsson. Ragnheiður Rorgrimsdóttir. Fnjóskur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.