Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 25

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 25
Ó Ð I N N 25 aði honutn um nntnninn með mínum hlút, ef svo bar undir. Eitt kvöld hafði hann ekki list á að drekka meira en niður í hálft mjólkurglasið silt, og svo vildi hann endilega gæða mjer á afganginum, því að hann vissi að mjer þótti góð mjólk og var hún þá fremur sjaldgæf vara í bænum til drykkjar. jeg færðist undan og afsakaði mig, en hann vildi engar afsakanir heyra, og jeg fann að hann var að því kominn að særast við undanfærsluna, og að honum mundi finnast að jeg hefði ógeð á sjer, ef jeg gerði ekki þetta. Svo hugsaði jeg með mjer: »Það gerir þá ekkert til þótt jeg smittist, væri það betra en að særa hann«. Svo tók jeg glasið og tæmdi það; það var dálítil yfir- vinsla, ekki af ótta við sóttnæmið heldur af »æste- tiskum* ástæðum. Þegar fram í febrúar kom, fór sóttin að verða mjög bráð, bæði í lungum og maganum, og fór hon- um mjög hnignandi. En hann var samt alt af glaður og rólegur og átti alt af von á bata. Hann var helst stundum kvíðafullur yfir því, að hann vissi að í ráði var að foreldrar hans flyftust til Ameríku um vorið, en hann mátti ekki til þess hugsa að fara vestur, en vissi að einmana yrði hann, ef öll fjölskyldan færi og hann yrði einn eftir. Við töluðum oft um þetta og reyndi jeg til að uppörfa hann með því að sýna, hve ævintýralegt það gæti orðið að kanna þannig nýja stigu; en hann tók því ætíð fjarri. — Það kom sjer vel í þessari tíð að jeg var þaulæfður að vaka, því jeg gat sameinað það tvent, að vaka yfir honum og lesa. ]eg vissi að hverju sjúkdómur hans mundi leiða, en þó fann jeg ekki svo mjög til þess þá, á meðan jeg gat hafí hann til að stunda hann, og samtímis varð mjer mikið úr tímanum við námið, því á kvöldin sat jeg alt af inni og fór ekki að finna neina og engir komu til mín, og kom það sjer vel við eðlis- fræðina og Hómer, sem jeg þá Iagði mig sjerstak- lega eftir. ]eg kom upp f hverjum tíma og fjekk alt af »præ«. Einu sinni hitti Björn ]ensson mig úti á skólagangi og sneri sjer að mjer og sagði: »Eigið þjer ekki erfitt með að lesa svona mikið í frumlesnu?« ]eg kvað svo vera heldur. »Og svo kennið þjer eitt- Hvað?« »]á. 3—4 tfma á dag«, svaraði jeg. »]á, en hvenær lesið þjer þá?« »Fram til kl. 3—4 á nótt- unni«. »Og svo eruð þjer yfir Birni líka; þetta er meira en mitt höfuð mundi þola; nú megið þjer koma hvenær sem þjer viljið, ef það er eitthvað sem yður er erfitt, og skal jeg útskýra það«. ]eg þakkaði hon- um innilega fyrir og varð feikna glaður, því jeg fann að nú var björninn unninn og allur kuldi horfinn, og velvildin komin í staðinn. Hann varð mjer líka hinn alúðlegast og besti upp frá því. Mjer þótti þetta sem mikil gæfa hefði mjer í skaut fallið. — Með febrúarpósti fjekk Björn Vilhjálmsson brjef frá pabba sínum. ]eg varð oft að lesa það fyrir hann. Þar stóð að Vilhjálmur faðir hans ætlaði sjer að koma suður í marts. En í hvert sinn sem jeg las þetta, sagði Björn: »Það er víst misskrifað, því það er Halldór bróðir minn sem kemur«. ]eg tók þetta sem einhverjar grillur og mótmælti því. Svo leið nú franr í marfs og færðist dauði Björns nær með degi hverjum. Hann var orðinn aðeins beinagrind og fanst mjer erfitt að bera hann milli rúma, þótt byrðin væri Ijeft. Hann leið aldrei miklar þjáningar, en það var sjerstaklega maginn sem amaði að honum. ]eg þráði hann á hverjum degi, meðan jeg sat í tímum, og fanst mjer dagsins sælasta stund, er jeg kom inn í herbergið kl. um 2 að sjá fögnuð hans yfir að fá mig heim. Hann var svo ljúfur og þolinmóður, svo harður af sjer og þrekmikill, að það var unun að sjá hina ungu karlmennsku hans. ]eg sá hann aldrei óþolinmóðan eða dapran, fyr en sunnudaginn 12. marts; jeg tók eftir því að hann var mjög hugsandi og eins og dáiíiið dapur um kvöldið. ]eg var að þvo á honurn fæturna og var að reyna til að uppörfa hann dálítið, en þá sagði hann alt í einu: »]eg held að jeg eigi skatnt eftir ólifað«. ]eg spurði, því hann hjeldi það; hann sagði, að sig hefði dreymt á þann veg þá um daginn. Hann dreymdi að ]óhann sál. Briem lá fyrir ofan hann í rúminu; svo hefði hann beðið ]óhann um að rjetta sjer vatnsglasið á borðinu við rúmið. En ]óhann hefði sagt: »Nei, nú er röðin komin að þjer«. »Og jeg sá að þetta var rjett, því jeg lá framar«, sagði Björn. ]eg eyddi þessu auðvit- að og sagði að það gæti alveg eins verið fyrir lang- lífi. — Svo töluðum við ekki meira saman um dauð- ann, og hann mintist ekki á það framar fyr en á fimtudag. Þá fjekk hann hvað eftir annað mikla upp- sölu og tók mikið út með því. Þá sagði hann við mig: »Góði frændi, segðu mjer nú alveg satt og svíktu mig ekki, er ekki meiningin að jeg deyi úr þessu. Þjer er alveg óhætt að segja mjer það. ]eg er mjög ásáttur með það að deyja«. — Svo sagði jeg honum blátt áfram, að fyrir manna sjónum væru mest líkindi til þess, en enginn gæti vitað slíkt með vissu. — Hann tók því alveg rólega og sagði, að sig hefði grunað þetta nú um tíma. Svo var hann aftur glaður, hvenær sem af honum bráði í bili. En nú gekk sjúkdómurinn áfram með hröðum skrefum og á laugardag var auðsjeð, að nú liði brátt að því. ]eg var ákaflega þreyttur, hafði þá vakað tvær nætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.