Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 68

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 68
68 Ó Ð I N N til þess að kaupa þjer í skyrtu handa barninu þínu, eða brauðmola handa konunni; þau þurfa þess máske með, en jeg á nóg!« Sjera Eggert átti engin börn og giftist aldrei — en sagt var, að hann hafi þó átt sín ástar- æfintýri, sem flestir aðrir, og að þau hafi m. a. átt þátt í því, hve líf hans varð einmanalegt — og að hann fór á mis við þá ánægju og um- önnun, sem góð kona og kær börn veita. Hann hafði því lengstum litið af hluttekningarsemi og hlýju heimilislífsins að segja, en var oftast einmana og að miklu leyti upp á aðra kominn með alla hjálp og hirðusemi á sjer og sínu. Sjera Eggert var afbragðs góðum gáfum gædd- ur, vel mentaður, rikur í lund, en þó viðkvæm- ur og ætlaði engum manni ilt. Það má því nærri geta, hversu erfitt það hefur verið fyrir slíkan mann, að semja sig að hugsun og hátt- erni annara manna, sem máske voru honum gjörólíkir að skapferli og í skoðunum«. Sjera Eggert Sigfússon dó 12. október 1908, rúmlega 68 ára að aldri. Hann var þá að koma frá messugerð að útkirkju sinni í Krýsuvík og hnje örendur niður við túnfótinn á Vogsósum. Hafði hann oftar en einu sinni, þá um sumarið, látið þess getið við heimilisfólkið á Vogsósum, að hann mundi ekki eiga langt eftir og að brátt mundi verða um sig. Hann liggur grafinn að Strönd í Selvogi. Reykjavík, 22. júní 1928. Jón Pálsson. Sl Flóttinn til Egyptalands. Helgisaga eftir Selmu Lagerlöf. Langt inni í eyðimörk einni í Austurlöndum óx í fornöld pálmi einn mikill — nú orðinn æfa- gamall og afar-hávaxinn, er þessi saga gerist. Enginn fór þar um, svo að ekki næmi staðar, til að virða fyrir sjer pálmann mikla. Hann var sem sje miklu hærri en aðrir pálmar, enda hafði því verið um hann spáð, að hann ætti að verða hærri en broddsúlur og pýramýdar Egyptalands. Það bar til eitt sinn, er pálminn mikli stóð að vanda og skimaði út um eyðimörkina, að fyrir hann bar sýn, er honum brá svo við, að titr- ingur fór um limið alt á stofninum háa: Ytst út við sjóndeildarhringinn sá hann tvo menn koma gangandi. Þeir voru enn i fjarðlægð svo mikilli, að úlfaldi sýndist á stærð við maur. En víst var það eigi að siður, að þetta voru menn — karl og kona, og ókunnug þar um slóðir; því að vel þekti pálminn þá menn alla, er þar fóru um að jafnaði. Þetta var maður og kona, er hvorki höfðu með sjer föruneyti nje klyfjadýr, tjald nje vatnslegil. — Sem jeg er lifandi, mælti pálminn við sjálf- an sig, þá eru þessi hjú hingað komin til þess eins, að deyja. — Furðar mig það stórum, að Ijónin skuli ekki vera komin á kreik eftir bráð þessari. En ekkert þeirra hreyfir sig. Og ekki sje jeg heldur neinn stigamanninn á ferli. En þeirra verður víst ekki lengi að bíða. Sjöföldum dauða ganga þau í greipar, hugsaði pálminn með sjer: Ljónin gleypa þau, höggorm- arnir bíta þau, þorstinn sálgar þeim, stigamenn- irnir myrða þau, sólin brennir þau, og hræðsl- an yfirbugar þau. — Og hann reyndi að beina huganum að einhverju öðru, því hann viknaði við að hugsa um væntanleg forlög þeirra — mannsins og konunnar. En á takmarkalausri fiatneskjunni umhverfis pálmann var ekki nokkur sá hlutur til, er hann þekti ekki áður og hafði virt fyrir sjer um þús- undir ára. Ekkert fjekk laðað að sjer athygli hans, svo að hugurinn varð ósjálfrátt að hvarfla aftur til ferðamannanna. — Þurkur og vindur! andvarpaði pálminn — hann mintist þann veg tveggja hinna skæðustu óvina lífsins á eyðimörkinni —: Hvað er það, sem konan ber á handlegg sjer? Jeg fæ ekki betur sjeð, en að þau sjeu með barn — heim- skingjarnir þeir arna! Pálminn var glöggsýnn, eins og títt er um öldunga; og honum skjátlaði ekki. — Konan bar á handleggnum barn, sem hallaði höfðinu að brjósti hennar og svaf. — Barnið er ekki einu sinni nægilega klæð- um búið, mælti pálminn ennfremur. Jeg sje að konan hefur brugðið upp klæðafaldi sinum og sveipað um það. Hún virðist hafa gripið það upp úr rúminu í flýti og þotið af stað með það. — Nú skil jeg: Þetta eru flóttamenn. — En heimsk eru þau engu að síður, hjelt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.