Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 57

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 57
Ó Ð I N N 57 tókum burt jólatrjeð og kveyktum á kertunum. Pilt- arnir sátu á pallinum og alt var tilbúið. Svo komu drengirnir inn í salinn og ráku upp undrunaróp yfir skreytingunni. Svo byrjaði leikurinn á því að Ricard setti þá inn í rammann og kynti sögudrengina fyrir áheyrendum. »Og nú kemur móðir Pjeturs með kaffi handa þeirn*. í því opnuðust dyr á bak við pallinn og frú Casse kom inn, þá var nú klappað, því frúin kom í íslenskum skautbúningi. Þann skautbúning hafði hún fengið lánaðan hjá frú Krabbe, en hún var íslensk. Svo voru sögurnar sagðar og frú Casse sagði æfintýrið svo vel, að það vakti mestan fögnuð af því öllu. Nú víkur sögunni að alvarlegra efni. Þetta haust hafði jeg nú eingöngu gefið mig við fjelagsstarfinu, en ekki sótt tíma. Svo komu nú seinustu tímar fyrir jól og átti maður þá að senda iðnisattest; jeg fór að fá samvitskubit af þessu, að lifa af peningum, sem jeg átti ekki skilið að fá. En svo er leið að jólum misti jeg kjarkinn, og fór því og fjekk mjer undirskriftir prófessora. Gertz gaf það fúslega og eins Vilh. Thomsen, því þeir þektu mig frá fyrri missirum og höfðu ekki veitt því eftirtekt að mig hafði vantað allan fyrri part vetrar. Það var því alt í röo og reglu með vottorðin, en ekki með samvitskuna. Hún sagði mjer, að þetta væru svik og stuldur, og gæti jeg sem trúaður maður ekki notað mjer slíkt. Eigingirnin maldaði í móinn: A hverju á jeg að lifa. ]eg hef ekkert nema þetta. Trúin kom til og sagði: Heldurðu að guð þurfi stolna peninga til þess að halda í þjer lífi? Ef hann hefur útvalið þig til þessa starfa, þá getur hann sjeð fyrir þjer, og þjer er óhætt að sleppa þessu. ]eg sendi því ekki attestið og leið svo fram yfir nýár. Þann annan í nýári 1897 fór jeg út til Haslev og dvaldi þar 4 daga hjá malara einum. ]eg hafði kent syni hans latínu undir stúdentspróf. ]eg hafði Hans með mjer. Það voru skemtilegir dagar. Þetta var trúað fólk. Svo kom jeg aftur heim. Svo skömmu seinna fjekk jeg brjef frá Garðprófasti Larsen þar sem hann bað mig að senda strax iðnisattestið, annars misti jeg Garðstyrk. Þetta var laugardags- kvöld. ]eg komst í mikla baráttu við sjálfan mig: samvitskan, vantrúin og trúin háðu sinn úrslitabar- daga fyrir augliti Guðs. Það var harður bardagi og lauk svo, að samvitskan og trúin sigruðu. ]eg skrifaði brjef til próf. Larsens og sagði honum upp alla sögu og sendi honum attestið undirskrifað og um leið afsal á Garðstyrk, það sem eftir væri Garðtímans. Svo lagði jeg brjefið niður í póstkassann og mikill friður kom yfir sál mína. Næsta morgun fór jeg í Vartowkirkju. Þar sá jeg próf. Larsen í kirkjunni. Við útganginn í kirkjunni hittumst við. Hann rjetti mjer höndina og sagði: »]eg þakka fyrir brjefið. ]eg er ekki viss um, hvort jeg hefði getað þetta. Komið til mín á morgun kl. 10 árd.«. ]eg gerði það. Hann tók mjög ljúfmann- lega á móti mjer og sagði, að ef jeg sæji eftir því, sem jeg hefði skrifað, þá skyldi það vera sem ógert. ]eg bað hann að leiða mig ekki í freistni. Hann spurði, hvort jeg hefði nokkuð mjer til inntekta. ]eg sagði nei, en verið gæti að jeg fengi einhverja kenslu. ]eg sagðist trúa drotni fyrir mínum hag. Hann upp- örfaði mig, og hann vildi reyna til að hjálpa mjer og ljet mig skrifa umsókn um Garðstyrkinn, með því að jeg mundi fara næsta sumar heim til íslands á prestaskólann og gæti gengið á guðfræðisfyrirlestra hjer. En hann sagðist efast um að þetta fengist, en það skaðaði ekki að reyna. ]eg ljet hann ráða. Svo nokkru seinna fjekk jeg boð um, að finna hann. Þá sagði hann mjer að þetta fengist ekki. ]eg varð hálf- feginn því. Svo lagði hann höndina á öxlina á mjer og sagði: »]eg er viss um að Drottinn hjálpar, og ef þjer komist í mikla neyð, þá komið til mín«. ]eg þakkaði honum fyrir hrærður og gekk svo heim. A leiðinni sagði jeg við Hans, að nú færum við heim að borða. Hann var að kvarta um sult. Hann hafði verið hjá Islending einum meðan jeg talaði við prófess- orinn. ]eg átti ekki einn eyri og aðeins hálft sykti- brauð og dálítið af svínafeiti. ]eg hugsaði um mjölið í krukkunni og viðsmjörið í krúsinni hjá ekkjunni í Sarepta og var öruggur. Svo fórum við að fá okkur bita, er heim var komið. En er við ætluðum að fara að borða, var hringt. Það var Sigurður Magnússon. Hann var með stóran pinkil og afhenti mjer. Það var frá rektorsfrúnni í Reykjavík, frú Sigríði. í pinkl- inum var hangiketslæri, stór dós af kæfu, rullupilsa og hanginn bringukollur. ]eg fann, að þetta var sent á þessari stund, ekki aðeins sem matarhjálp, heldur sem trúarstyrking. Varð nú fjölbreyttari máltíðin en fyrst áhorfðist. Er við höfðum snætt, þá var aftur hringt. Þá var þar kominn ]ónas Gunnarsson frændi minn. Hann var snikkari og kom til Hafnar frá Noregi og hafði vinnu í borginni. Hann kom í íslensku deildina og stundum hafði hann komið heim til mín. Hann var mjög hæglátur og elskulegur piltur og hafði mig oft langað til að geta gert honum einhverja gleði, en aldrei haft tæki til þess. Þegar hann var setstur, sagði hann: »Ertu ríkur af pen- ingum?« ]eg hjelt að hann væri í vandræðum og sveið mjer að geta ekki hjálpað, en jeg sagði honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.