Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 61

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 61
Ó Ð I N N 61 einna mest í bænum og hafði skrifast á við, meðan jeg var í Kh., Böðvar Kristjánsson, yfirdómara ]óns- sonar. Með honum voru bræður hans Jón og Þórar- inn og tóku þeir mjer allir með blíðu og vinsemd. Svo hjelt jeg áfram upp á Skólavörðustíg, því jeg vissi að mamma mín hafði herbergi á »Geysi«. Þegar jeg kom þangað, var hún ekki heima. Hún var úti í Viðey um sumarið hjá Teiti og Guðrúnu, sem bjuggu þar á hluta af jörðinni. Mjer var vísað upp á her- bergi hennar í vesturenda loftsins og þar settist jeg svo að. ]eg fór og keypti eitthvað í kvöldmat handa okkur Hans, og svo, er hann var sofnaður, sat jeg lengi við gluggann og horfði niður yfir bæinn, sem bar í skauti sjer framtíðarsögu mína, hvort sem hún yrði stutt eða löng. Hugurinn hvarflaði til Kaup- mannahafnar og vina minna þar; mjer vöknaði um augu, en jeg fann með gleði að jeg var kominn heim. Læt jeg hjer því staðar numið og bið þá, er lesa, um vorkunnsemi, og geti þeir eitthvað af sögu minni lært, þá er það gott. SL Jón Þorleifsson Johnsen á Suðureyri. Á uppvaxtarárum niínum vestur í Arnarfirði voru fjórir bændur uppi í nágrannasveitinni, Tálknafirði, er mikið kvað að og allir voru rnerkir menn og mikilhæfir. Pað voru þeir Árni Bjarnason á Kvígindisfellli, Guðmundur Jónsson í Stóra-Laugardal, Jóhannes Þorgrímsson á Sveins- eyri og Jón Þorleifsson Johnsen á Suðureyri. IJessir menn eru nú allir komnir undir græna torfu. Jón á Suðureyri, eða Johnsen á Suðureyri eins og hann oftast var nefndur, lifði lengst þeirra, og andaðist háaldraður 10. janúar 1923. Alla sá jeg þá í æsku og hafa þeir orðið mjer minnisstæðir og Johnsen þó ekki síst. Það var einhver óvenjulegur fyrirmannsbragur yfir hon- um. Það leyndi sjer ekki að þar var sveitar- höfðingi. Hann var ekki nema meðalmaður á vöxt, en þó sópaði að honum hvar sem hann kom. Svipurinn var mikilúðlegur og bar vott um skörungsskap og skapfestu. En fyrirmenska hans var ekki fólgin í ytra útlitinu einu. Aldrei hevrðist minst á Johnsen á Suðureyri öðruvísi en með stakri virðingu. Hann naut trausts og vinsælda þeirra er þektu hann í óvenjulega rík- um mæli, og það mun hafa verið almannaróm- ur, að með honum hafi fallið í valinn einn ágætasti maður á Yestfjörðum. Jón á Suðureyri var af góðu bergi brotinn. Hann var fæddur á Bíldudal 24. júní 1839. Voru foreldrar hans þau Þorleifur kaupmaður John- sen og seinni kona hans Helga Sigmundsdóttir. Þorleifur kaupmaður rak lengi verslun á Bíldu- dal og var merkismaður. Hann var sonur Jóns Jón Þorleifsson Johnsen. bónda á Suðureyri Jónssonar samastaðar Jóns- sonar skipasmiðs samastaðar Guðmundssonar Jónssonar Jónssonar á Suðureyri Sveinssonar. Hefur dr. Hannes Þorsteinsson, þjóðskjalavörð- ur, gefið mjer þessar upplýsingar um karllegg Þorleifs. Sjest af þessu, að þeir frændur hafa nú setið á Suðureyri mann fram af manni i nokkrar aldir. Framælt Jóns Sveinssonar, fyrsta ættföðurins, verður ekki rakin með vissu, en efalaust hefur hann ált til göfugra manna að telja, því kona hans var Guðrún Jónsdóttir frá Kirkjubóli á Bæjarnesi Þorleifssonar i Skálmar- nesmúla Jónssonar prófasts í Gufudal Þorleifs- sonar í Þykkvaskógi Guðmundssonar sýslumanns á Felli í Kollafirði Andrjessonar sýslumanns samastaðar Guðmundssonar hins rika á Reyk- hólum Arasonar. Þætti mjer ekki ólíklegt, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.