Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 43

Óðinn - 01.01.1928, Blaðsíða 43
ó Ð I N N 43 sje á þilfarshluta, sem tilheyri 2. farrými. ]eg sagðist ekki hafa vitað það. Svo vísaði hann mjer á burt. Jeg fór, en í þriðja sinn hitti hann mig á stað, sem jeg mátti ekki vera á, og varð æ verri. Næsta dag var hann líka æfur og þá hjelt jeg að jeg væri á rjettum stað, en það var auðsjeð, að hann gat ekki litið mig rjettu auga. Um kvöldið komum við til Halmstad. ]eg fór þar í land og gekk þar um, og leitst mjög vel á mig, veðrið var hreint og fallegt og þótti mjer skemtilegt um að litast. Þar eru langir hafnargarðar með álmum langt út í sjó. Jeg gekk þar út á fremsta nef, sjórinn var spegilsljettur og tunglið speglaði sig í honum. Var það afarfallegt. Svo kl. 12 fór jeg um borð, því skipið átti að fara kl. 2. Jeg hafði mætt skipstjóra í landi, og þegar jeg kom um borð, settist jeg á bekk uppi á hærra þilfari. Jeg vissi auðvitað, að þar mátti jeg ekki vera. Svo sat jeg dálitla stund. Þá kom þar um borð maður í einkennisbúningi, stór og gildur. Hann var með borðalagða húfu. Mjer sýndist hann svipaður Lárusi Blöndal sýslumanni. Hann settist hjá mjer og var auðsýnilega farþegi, því hann hafði ferðatösku með sjer. Hann fór að tala við mig og var hinn kurteis- asti. Þegar hann fjekk að vita að jeg væri íslending- ur, varð hann fullur af áhuga að spyrja um Island. Hann kvaðst vera lögregluþjónn í Gautaborg og hafa verið að heimsækja móður sína í Halmstad. Hann var á 3ja farrými og fórum við svo niður, að fá okkur blund. Hann hafði stóra ábreiðu meðferðis og bauð mjer að njóta hennar með sjer. Svo kl. 5 vakti hann mig, og sagði að mjer þætti víst gaman að sjá Var- berg og værum við að sigla þar inn. Hann opnaði tösku sína og tók upp smurt hveitibrauð og opnaði síldardós og bauð mjer að borða með sjer, því móðir sín hefði troðið svo miklum mat upp á sig, að hann gæti ekki lokið því áður en hann kæmi til Gauta- borgar. Við komum svo til Varberg um sólaruppkomu og fórum þar í Iand og sýndi hann mjer þar virkis- rústir, og fengum við góða og skemtilega göngu þann klukkutíma er skipið stóð við. Svo var nú ferðinni haldið áfram og komum við til Gautaborgar fyrir há- degi. Þegar fara átti í land hitti jeg skipstjóra og tók djúpt ofan, og spurði mjög undirdánulega, hvort kafteininum mætti þóknast, að leyfa mjer að ganga yfir dekkið að landgöngubrúnni. Hann bað mig með skýrum orðum að fara helst norður og niður. Svo fór jeg í land og var feginn að komast burt frá þess- um skipherra. — Skipið, sem við áttum að fara með frá Gautaborg, átti að fara eftir svo sem tvær stund- ir. Fargjaldið tii Bergen og aftur til Gautaborgar kostaði 20 krónur á þriðja farrými, og keypti jeg farseðil. Maður kom niður á uppfyllinguna og útbýfti kortum. Jeg fjekk eitt. Það var auglýsingaspjald frá »Hotel Johansen* og stóð á »Rum för 50 ore«, og meðmæli. Jeg stakk spjaldinu á mig. Jeg fór svo í land og litaðist um lítið eitt, og talaði við nokkra drengi, sem jeg fann uppi á hól í útjaðri bæjarins. — í tæka tíð fór jeg um borð í hið nýja skip. Það var stórt og mikið skip, aðallega vöruflutningaskip, með 1. og 3. farrými en ekki öðru. Þriðja farrými var stórt og mikið framþilfar og »káheta«, og var gengið niður í hana um gat á þilfarinu eins og niður í lest. Það var allra fremst. Skipið lagði af stað. Það voru engir farþegar nema við fröken Finne. Það var ágætt rúm á framþilfarinu að ganga um, en er jeg leit niður í skýlið, leitst mjer ekki á blikuna. Þar var kolsvarta- myrkur og kveykti jeg á eldspýfu og sá þrjár eða fjórar »kojur« galtómar, nema hvað akkerisfestar voru í tveimur. Jeg rak mig á eitthvað, er jeg var að fálma fyrir mjer og festist það framan í mjer. Jeg kveykti aftur og fann þá að þetta var afarstór kongulóar- vefur og sat kongulóin í honum og var stór og búst- in, svo að jeg hef enga sjeð slíka. Jeg flýði í ofboði upp á þilfar, og hugsaði mjer að koma ekki niður þangað hverju sem rigndi. Svo var jeg að spígspora þar um þilfarið, og las gangandi. Jeg hafði einn eða tvo rómana með mjer. Þegar jeg hafði gengið svo um stund, því þar var ekkert til að sitja á, var kallað til mín ofan af stjórnpalli. Það var skipstjórinn. Hann bað mig að koma upp á stjórnpall. Jeg fór, forvitinn að vita, hvað hann vildi. Þar uppi var rúmgott göngu- þilfar og góðir bekkir hringinn í kring, og sóltjald spent yfir. Skipstjórinn sagði mjer, að jeg skyldi sitja þar eins lengi og jeg vildi og var hinn kurteisasti. Fröken Finne hafði sagt honum að jeg væri íslensk- ur stúdent. Hann vildi því fræðast um Island og urð- um við brátt góðir kunningjar. Hann hjet Einarsson og var vel að sjer og skemtilegur. Það voru stýri- mennirnir líka. Var nú hagurinn ljómandi góður. Jeg var þar uppi allan tímann og sat og las á milli þess sem jeg var að spjalla við yfirmennina. — Um kl. 12 um kvöldið lagði jeg mig á bekkinn, að sofa, en þá kom skipstjórinn upp og sagði mjer að fara niður á fyrsta farrými og finna jómfrúna og mundi hún vísa mjer inn í herbergi sitt, og væri þar legubekkur og ábreiða og skyldi jeg sofa, þangað til hann kæmi niður af verði kl. 4. Jeg ljet ekki segja mjer þetta tvisvar, og svaf vært og rótt þangað til skipstjóri kom. Hann gaf mjer glas af svensku »bankó« og svo fór jeg upp. Seinna þann dag sendi hann mig aftur niður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.