Óðinn - 01.01.1928, Síða 71
Ó Ð I N N
71
Sólskin.
Blíðviðri.
Brosrnildi hreykjandi
bylta sjer leikandi
bárur á glitrandi ögxi.
Suðrænir vindar
sveipa um tinda
sólbjörtum gullskýja kögri;
svífa svo fagnandi,
fögnuð hvern magnandi,
af fjöllum í dalina niður,
fannirnar þíða.
Frammi til hlíða
er fossandi smálækja kliður.
Sveitina yljandi,
algróður viljandi
enn þá er vorið í förum.
Elfurnar streyma.
óveðrum gleyma
endur á vökum og skörum.
Inni hjá söndunum,
úti með ströndunum,
ættingjar vetrarins þagna.
Sólskríkjur smáar
söngraddir fága;
sumri og ástunum fagna.
Á úthöfin blikandi
ómtöfrar kvikandi
óskir til langferða kalla.
Ástfóstur bjóða
unaði ljóða
elfur til dala og fjalla.
Huga sinn yngjandi
heiðlóa syngjandi
heldur á fornkunnar slóðir.
Ungbörnin vaka.
Álftirnar kvaka;
una við norrænar glóðir.
Hlákuvindur.
Feyr fer um sveitina sumarspá þyljandi
Sólgeislar yljandi
sindra um fannir og mel.
Með móðu í hlíðum blævindar blíðir
birta sitt hlýjasta þel.
Stiga’ upp á ísana elfarflóð niðandi,
ómandi, kliðandi.
Erla fer syngjandi’ i tún.
Svellalög ræsir, svellbunka glæsir
sól yfir FJjótsheiðar brún.
Grær í lundi —.
Grær í lundi. Bára og daggir blika
bjart um voga, engi’ og tún.
Ut á sundi árdagsgeislar hvika,
eldar loga’ á fjalla brún.
Spói flýgur hátt og vellur víða.
Vermist lyng í morgun blæ.
Angan stígur upp af gróðri hlíða.
Erla syngur heima’ við bæ.
Lóur una óði’ í grænum móa.
Elfar dynur berst um hlíð.
— í túni munatöflur gullnar glóa
góðra vina úr fyrri tíð.
Sólskin.
Á sumarkvöldi fer sól með völdin
um sveit og tinda
og geislar iða um engi’ og skriðu
og elda kynda.
Að grýttri brún hafa gullský hlúð
og gróin tún bera spariskrúð.
í blíðalogni af Ijósu sogni
ber ljómann víða.
Um lundey titrandi leiftur glitra
og langt til hliða.
Hver einstök lind er i eldi skírð
og elfur tindra í ljósadýrð.
Sem lögur tindrandi ljórar sindra
á lágum hjalla.
Sem æska’ á kinnum þeir á sig minna
og á mig kalla.
— Á leiti jeg gleymi við ljósin mjer.
Hvert leiftur geymir hjer svip af þjer.
Undir beru lofti.
Um kvöld runnu hjarðir í hlíðum
og hjallana leitandi klifu.