Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 3

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 3
3 deildarinnar, og landsmenn hafa einnig látið mestallar tekjur félagsins ganga til hennar, og með því stutt hana vel, en um leið hindrað efling Reykjavíkurdeildarinnar, svo að deild vor, vegna fjárleysis, til þessa hefir lítið sem ekkert getað fram- kvæmt, og þó eru hér betri vinnukraptar fyrir félagið en í Kaupmannahöfn, eptir því sem nú er komið. Hér hefir eigi vantað mentamenn, er hefðu tíma og hæfilegleika til að rita, en hér hefir vantað hvöt fyrir þá til að rita, og kost á að geta ritað svo, að þeir fengju starf sitt að nokkru launað. þessi styrkur var því svo sem orð í tíma talað, er vér ætlum að bæði leiði til góðs fyrir félag vort og þjóð vora. Hann er bæði hvöt fyrir deild vora til þess að auka framkvæmdir sínar sem mest, og hann er einnig hvöt fyrir mentamennina til þess að rita fyrir deild vora, er þeir geta búizt við að fá það prentað, er þeir rita, og vanaleg ritlaun fyrir starf sitt. þegar menn voru famir að fá von um, að deild vorri mundi verða veittur styrkur af landssjóði, var á fundi í deild vorri borin upp sú uppástunga, að deild vor gæfi út tímarit, líkt að innihaldi hinum gömlu félagsritum, einkum fræðandi fyrir al- þýðu, og máske stundum vísindalegs efnis, ef ritgjörðirnar væru ljóslega og vel samdar. Féllust félagsmenn þeir, er á fundi voru, þegar á þessa uppástungu, því að þegar lengi hafa menta- menn vorir og alþýða fundið þörf á slíku riti, álitið æskilegt fyrir alþýðu, að slíkt rit yrði gefið út, óskað þess, að einhver vildi ráðast í að gefa það út, svo að það gæti tekið við þeim ritgjörðum, er of langar eru til þess, að þær geti orðið prentað- ar í dagblöðum vorum, en enginn hefir vegna kostnaðarins vog- að að ráðast í þetta fyrirtæki, er reynsla annara landa hefir sannað, aðstyðji mjög svo aðmentun og framförumþjóðanna, og sem vér verðum að vona að beri líka ávexti hjá oss, nema því ver til takist. þannig er það bæði af innri og ytri hvötum, að tímarit þetta er til orðið, já menn geta jafnvel sagt, að eins og tímarn- ir nú eru, megum vér eigi vera án slíks tímarits. þegar deild vor þannig hafði afráðið að gefa tímaritið út, var nefnd kosin til þess nákvæmar að ákveða stefnu og fyrir- komulag þess, og urðu auk félagsstjómarinnar (yfirdómara i*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.