Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 55

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 55
55 son og síra Ólaf Jónsson í Miðdal, sem, fyrir fylgi Lafrenz’s amtmanns, hékk við embætti, meðan biskup lifði, en var þó settur frá 1746. Ekki beitti Jón bisk- up hörðu við klerka eina, heldur lét hann leikmenn einnig kenna á kirkjuaganum, svo sem Eyvind um- boðshaldara og duggusmið, sem varð að fá dóm fyrir því, að mega ganga til altaris hjá hverjum presti sem hann vildi, og Fræða-Gísla Ólafsson á Rauðalæk, sem annar hér á landi, eptir Daða Guðmundsson, var bann- færður hinni meiri bannfæringu, en varð þó eptir það próventumaður biskups. Er svo að sjá, sem eitthvað hafi verið í Jóni biskupi af blóði Jóns Arasonar for- föður hans. Fyrir hagsmunum spítalanna sá Jón Árnason með mestu alúð, en þó svo, að hann kostaði fremur kapps um að safna fé handa þeim, sér ( lagi með sektum fyrir ýms afbrot, svo sem giptingar ( meinum, lausa- leiksbrot o. a. þ., heldur en honum væri ant um að halda sjúka menn og sára á þeim. Segir Finnur bisk- up svo (Hist. eccl. III, 698), að frá 1722 til 1744 hafi aldrei verið fleiri en 7 spítalalimir. En jafnframt var biskup samvizkusamasti fjárhaldsmaður þeirra, og hélt fénu vel til skila, svo þegar amtmaður Fuhrmann einu sinni á alþingi ætlaði að koma flatt upp á hann með spítalareikningana og skapa honum sjóðsábyrgð, sendi Jón Árnason gagngjört í Skálholt eptir 600 rd., sem lágu þar innsiglaðir og merktir spítölum Skálholts- stiptis. Hvergi kom þó áhugi hans og vandlætingarsemi betur fram, en í öllu því sem uppfræðinguna snerti. Sýndi hann þetta þegar í upphafi með tilliti til kennslu barna, er hann innl.eiddi fræði sín eða barnalærdóm, og er því síður kyn, þótt hann, gamall skólameistari, léti sig einnig miklu varða, að koma Skálholtsskóla i gott horf. Samdi hann bæði sjálfur latínska orðmynd-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.