Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 59

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 59
59 maður, en fullkomlega vandaður og réttlátur; dæmdi hann Fuhrmann sýknan og grunlausan um að hafa gefið, látið gefa, eða vitað til, að Appollóníu hefði nokkuð banvænt verið gefið fyrir andlátið, og var sá dómur staðfestur af hæstarétti. Sá partur málsins, sem þar féll á Fuhrmann, sem sé viðureign hans og Katrínar Holm við Pál Kinch, kom aldrei undir dóms- ákvæði dómsnefndarinnar hér á landi. Jóni biskupi eru margar góðar réttarbætur presta- stéttinni í hag að þakka, svo sem sér í lagi: 1., að af beztu brauðum skyldi gjaldast árstillag til uppgjafapresta, ekki í landaurum, heldur í pen- ingum (i735)- 2., að þeir skyldu vera opinberum skriptum undan- þegnir, sem þegar giptust eptir framið lausaleiks- brot (1735). 3., að próföstum skyldi heimilt með tveim prestum að halda prestastefnur innan héraðs í andlegum málum (1736). 4., að próföstum sé leyft að yfirheyra votta, hverrar stéttar sem séu, í málum þeim, er snerta em- bættishegðun presta (1737). 5., að amtmenn láti innkalla sektir til spítalanna (1740). 6., fyrirmynd fyrir kirkjureikningum (1740). 7., að prófastar í prestamálum afsegi fullnaðardóm í héraði (1741). 8., að ekkert prestakall megi veita, fyr en það hefir staðið uppi í 6 vikur (1742). 9., um dagsverk búanda þeirra, sem ekki eru í skipti- tiund (1726). 10., að prófastar úr Rangár-, Árness-, Kjalarness-, Borgarfjarðar- og Mýra-prófastsdæmum séu skyldir að sækja Synodus á ári hverju ásamt tiltekinni tölu presta (1732).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.