Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 56

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 56
56 unarfræði (grammatík) og latínsk-íslenzka orðabók, hinn alþekta Nucleus latinitatis, og lét viðhafa bæk- ur þessar, ekki einasta við kennsluna í Skálholtsskóla, heldur fyrirskipaði hann og 1734, að þær skyldi brúka við tilsögn utanskóla. Hlýðnuðust flestir prestar þessu boði hans, nema sira Hafliði Bergsveinsson á Torfa- stöðum, síðar Presthólum, ættfaðir Árna biskups Ifelga- sonar, er gjörði biskupi það til stríðs, að láta börn sin ekki læra barnalærdóm biskups, og hélt hann hluta sínum, hvort sem biskupi líkaði betur eða ver. Jafn- framt var hann sér í lagi vandlætingarmaður mesti um alt siðferði skólasveina og hafði lag á að ná hinum beztu kennurum til Skálholtsskóla, svo sem voru þeir Erlendur Magnússon, er fór frá Skálholti 1723, Bjarni, siðar sýslumaður í Húnavatnsþingi, Haldórsson (1724— 28), Jón rektor þorkelsson, stofnari Thorchillii barna- skólasjóðs, (1728—36), og Gisli, síðar biskup á Hólum, Magnússon, rektor í Skálholti frá 1737 til 1746, sem í Eptirmælum 18. aldar er talinn með hinum duglegustu og lærðustu skólameisturum þessa lands. Svo sagði Gisli biskup um Jón Árnason, að hann hefði ávalt reynzt sér sem bezti faðir í öllu því, sem hans embætti snerti. f>að gat ekki hjá því farið, að jafn stjórnsamur biskup og ráðríkur, eins og Jón Árnason, lifði ekki í góðu samlyndi við hina verzlegu höfðingja. Finnur biskup segir (III, 708—7og), að hann hafi verið þeim Fuhrmann og Lafrenz „sjaldan eður aldrei“ sammála. Reis höfuðágreiningurinn bæði út af takmörkum kirkju- valdsins, sem Jón biskup vildi halda óskertu eptir forn- um sið, og út af brauðaveitingum, sem biskup vildi halda í sínum höndum; kærði hann jafnan amtmenn fyrir konungi, og fékk, fyrir fylgi þeirra Joh. etazráðs Grams(lærða Grams) ogÁrna Magnússonar, einatt sigur, eður hann, á bak við amtmennina, mælti svo með öðr-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.