Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 22
22
nema einhver komi upp með það, að þau séu ort í
Normandí, og svo enn einn að þau sé frá Sikiley; þá
er sjöundin komin: „septem itrbcs certcmt-í.
Að fara nákvæmlega út í þetta stríð um uppruna
Eddukviðanna, eða hvar þau muni í fyrstu ort vera,
er ekki til neins, og hefir ekkert upp á sig. jþað er
búið að segja og rita um þetta svo mikið, sem allir
vita, en eg get ekki kallað það neina verulega vísinda-
lega rannsókn, sem ekki byggist á neinu öðru en get-
gátum og hugarburði. jþetta á sér nú einmitt stað í
forspjallsritinu; þar er alt ..no doubf' [vafalaust], „we
can fancy“ [vér getum ímyndað oss], „we belteveLÍ [vér
ætlum], „a strong opiniori^ [mikil líkindi], og þarfram
eptir götunum; og það er ekki nóg með það, heldur
tínir höfundurinn fram einstöku óvalda staði af handa
hófi með tómu gjörræði og valdboði, sem allir skulu
trúa, og alt þetta er gjört með þeirri hroðvirkni og
þeim flýti/sem engum getur dulizt, þeim er forspjalls-
ritið les. 1 „Gefn“ 1872 bls. 21—270^29-—-32 hefi eg
safnað öllum þeim stöðum, sem sýna samband Eddu-
kviðanna innbyrðis og skyldleika þeirra við önnur kvæði,
og það hefir enginn annar gjört áður; en þessir staðir,
sem eg hefi tilfært þar, eru þegjandi vottar, sem eng-
inn getur hrakið með ástæðum, en það má mótmæla
öllu með gjörræði. ,,þ>að eina, sem er áreiðanlegt, er,
að íslendingar hafa ritað og geymt kviðurnar“; vér
vitum ekkert til þeirra nema frá íslandi.
Höfundurinn tekur fram, að fjöldi af vestrænum
(keltneskum) orðum og nöfnum komi fyrirí Eddukvið-
unum og nafnaþulunum — það er alveg satt, en hvað
sannar það? Vér vitum vel, að Islendingar höfðu sam-
göngur við Suður-eyjar, það þarf enginn að segja oss.
Á bls. 20 talar hann um keltneska „Literatur“, sem
hann segist ætla að tala um seinna (a matter which must
be touched on later), en vér höfum hvergi getað fundið