Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Blaðsíða 24
24
úr austri, vestri og suðri; en einmitt af því sjá og allir,
hversu rangt það er, að einstrengja alt við Kelta og
Vesturlönd, eins og þeir hafi hvergi komið nema þang-
að, eins og heimurinn haíi hvergi verið nemaþar. Að
vér tökum eitt eða tvö dæmi: hver getur sannað, að
Kerlaug sé fremur Kerloch á Englandi, eins og höf.
segir, heldur en Kerálá á Finnlandi? og hver getur
sannað, að hið norræna nafn Kerlaug sé afleitt úr öðru
máli, en ekki frumnafn? Hver getur sannað, að Rígr
sé fremur hið keltneska Righ, heldur en hið gotneska
Irinc—Eirik, eins og J. Grimm hélt? „Hríð sigmána“
er orrusta; en hver veit, hvort „sigmáni“ merkir skjöld,
eða það er norrrænað úr „Sigemon" = Sigmundr (Oð-
inn, sbr. Finn Magnússon í Lexicon mythol. bls. 643
og Gefn 1872 I bls. 12)? Og nú hér á ofan, hvaðan
eru þessi hin keltnesku orð komin? eða er keltneska
frummál úr Paradís? Hvað örnefnunum viðvíkur, þá
gátu íslendingar og Norðmenn vel gefið þessi nöfn f
einmitt sjálfir, og Bretar (Keltar) afbakað þau síðan,
eins og Englar afbökuðu Skarðaborg í Scarborough,
Suðrvirki í Southwark, Hvarf í Wrath, að eg ekki
nefni öll nöfnin á Orkneyjum, sem P. A. Munch hefir
sögulega. rakið til Norðmanna; og S. Bugge hefir í
hinni ofannefndu ritgjörð sinni sýnt fram á, að mörg
þau örnefni, sem Guðbrandur álítur keltnesk, séu ein-
mitt norsk að uppruna, þótt það hafi komið fyrir ekki
(t. a. m. með Nið, Aarb. 1. c. p. 221, Prolegomena, bls.
188). Sá tími er fyrir löngu liðinn, þegar menn ætl-
uðu að leiða alt af Keltum, og hugsuðum vér, að höf.
mundi vita það. En svona er það : Multa renascuntur
quae iam cecidere! f
En hér kemur nú annar aðalpunktur quaestionis.
Hin norrænu ríki á Bretlandseyjum voru engin
stjórnlega né þjóðlega staðfest ríki, enda áttu þau eigi
löngum aldri að fagna; þau liðu brátt undir lok, því