Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 6

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 6
•- Um Sturlunga sögu og Prolegomena eptir Dr. Guðbrand Vigfússon. Oxford 1878. ~| Eptir Benedict Gröndal. Sú lífsskoðun og vísindalega rannsókn, sem hin ómet- anlegu fornrit vor hafa valdið á Noróurlöndum, hefir breytzt mikið á hinum seinni árum. fegar fyrir og í kringum aldamótin, þaðan í frá og á meðan fornfræða- félagið stóð í sem mestum blóma (o: á dögum Rafns), þá kvað svo mikið að þeim auði, sem hin fornu fræði fela í sér, að hann hafði áhrif á alt líf Norðurlanda; málfræðin, goðafræðin og háttfræðin fengust við stór- kostlegar og fagrar hugsanir, sem höfðu áhrif á þjóð- irnar og settu á þær annan og fegri blæ, en áður höfðu þær. Nú eru menn komnir í alt aðra stefnu, nú er alt skoðað með sjónaukum sálarinnar; í staðinn fyrir hinar skáldlegu hetjur og hina unaðlegu skoðun á undralífi fornaldarinnar, þegar menn kváðust á i dauð- anum og voru vinir eða óvinir goðanna, dverganna, tröllanna og landvættanna, þegar menn glímdu við drauga og unnu til kvenna með kröptum og kvæðum — í staðinn fyrir þetta fást menn nú við Homiliubæk- ^ ur og hljóðvörp. þ>etta er raunar eðlilegur gangur hlutanna; menn þreytast á að fást ávalt við hið sama, og andinn þarf tilbreytingar við, sér til endurlífgunar og hressingar, enda þótt eigi sé búið að tæma það, sem hann hvarf frá. Ef vér undanskiljum þ>jóðverja-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.