Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 34

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 34
34 ræktin, einkum túnræktin og af henni leiðandi töðu- aflinn, er hin áreiðanlegasta undirstaða fyrir penings- haldinu, og peningshaldið með nægu og góðu fóðri, samfara skynsamlegri meðferð, viss og áreiðanleg undir- staða fyrir arðsömum og affarasælum landbúnaði. f>etta munu nú að visu allir eða allflestir játa, en alt um það hygg eg, að mörgum, enda sumum hverjum vorum beztu mönnum, sé ekki vel ljóst, hversu mikill, viss og hagkvæmur arður sé af túnræktinni, og marka eg það á því, hve sumir sjálfseignarbændur eru tómlátir í að bæta tún sín, og hve margir leiguliðar eru hysknir við að rækta tún sín, af því þeir álita það ekki tilvinnandi fyrir þá sem leiguliða, að leggja fram atvinnu og efni til túnræktarinnar, og, ef til vill sumir þeirra af því, að þeir vilja ekki unna landsdrottnum sínum þess hags, sem flýtur af jarðabótinni, þegar landsdrottnar endur- gjalda ekki leiguliðum sínum tilkostnaðinn til jarðabót- anna, eins og þeir þykjast eiga skilið. Eg er nú búinn að búa í 34 ár, og af þessum árum hefi eg 30 ár búið á annara eign, og það á prest- setrum, sem fylgir sá ókostur fram yfir leiguliðabýlin, að þegar presturinn hættir prestskap, af hverri ástæðu sem er, þá hlýtur hann eða hans að flytja af jörðunni strax. þennan ókost virti eg alvarlega fyrir mér, þeg- ar eg á mínum fyrri búskaparárum byrjaði á túnbótum; en eg sá, að léti eg þann ókost hamla mér, þá yrði ekkert framkvæmt, og eg hlyti að láta það ráðast, ætti einhverju að verða framgengt, hversulengiegbyggi að túnbótinni, en hitt væri hyggilegt fyrir mig, að taka ekki fé að láni, svo miklu næmi, til túnbóta, þegar ekkert væri að fá í aðra hönd, ef eg eða mínir yfir- gæfu prestsetrið án þess að vera búnir að njóta veru- legs arðs af tilkostnaðinum. Eg bjó í 20 ár áKvenna- brekku og lét vinna þar að þúfnasljettun og túngarða- hleðslu með iðni, meira og minna á hverju ári, en lagði

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.