Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 37

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 37
37 að þyngd — því einn nýmjólkurpottur vegur 2 pd. 50 kv. — og jafngilda til manneldis að öllu til greina teknu ióoopundum af matfiski eða meðalkjöti eða rúgbrauði, það er að skilja, að eg tel 4 pd. 50 kv. nýmjólkur eins nærandi fæðu og 1 pd. af harðfiski, 1 pd. af meðal- kjöti og 1 pd. af rúgbrauði. Nú er venjulega hér um sveitir matfiskspundið á 15 aura, kjötpundið á 15 aura og rúgbrauðspundið á 10 aura; meðalverðið á einu pd. þessara þriggja matvælategunda verður 13 x/3 eyr., og þess jafngildi og jafnvirði í búnaðarreikningi er 1 pd. 50 kv. nýmjólkur. Samkvæmt þessu verður nýmjólk- urpundið á (nærfelt) 9 aura og 2400 pd. á 216 kr. Búandinn fær því upp úr 30 töðuhestum 216 kr. virði (eða 7 kr. 20 aura upp úr hestinum) í nýmjólk, sem á að fría hann við 216 kr. aðkaup á matfiski, kinda-kjöti og rúgbrauði, og mjólkin kemur svo að segja fyrirhafnarlaust í búrið á hverju máli. Eg skal ekki fara fleirum orðum um þessa reikn- ingsaðferð á arðinum, heldur ákveða, að 30 kr. hreinn árlegur ágóði verði af því, að slétta í túni þýfða dag- sláttu, eptir að hún er fullgróin, sé hún í góðri hirð- ingu. Eg hefi sýnt fyrst fram á arðinn af þúfnasléttun- inni, til þess að gefa mönnum þess heldur hvöt til að leggja stund á þessa arðsömu atvinnu; en par næst er að minnast á hvernig farið se að sletta, hver sléttunar- aðferðin sé bezt, hve marga ferhyrningsfaðma megi leggja í dagsverkið, og hvað sléttun dagsláttunnar kosti. f>að er að vísu mjög misjafnt, hve fljótlegt er að slétta, og getur það munað fullum fjórðaparti og jafn- vel þriðjungi, hve fljótlegra er að slétta myldnar þúf- ur, ekki mjög stórar, ósendnar og grjótlausar, en stór- þýfi sendið og grýtt; seinlegast er að slétta mýrlent vatnsagaþýfi, sem verður að sléttast í hryggi og milli

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.