Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 55

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 55
55 son og síra Ólaf Jónsson í Miðdal, sem, fyrir fylgi Lafrenz’s amtmanns, hékk við embætti, meðan biskup lifði, en var þó settur frá 1746. Ekki beitti Jón bisk- up hörðu við klerka eina, heldur lét hann leikmenn einnig kenna á kirkjuaganum, svo sem Eyvind um- boðshaldara og duggusmið, sem varð að fá dóm fyrir því, að mega ganga til altaris hjá hverjum presti sem hann vildi, og Fræða-Gísla Ólafsson á Rauðalæk, sem annar hér á landi, eptir Daða Guðmundsson, var bann- færður hinni meiri bannfæringu, en varð þó eptir það próventumaður biskups. Er svo að sjá, sem eitthvað hafi verið í Jóni biskupi af blóði Jóns Arasonar for- föður hans. Fyrir hagsmunum spítalanna sá Jón Árnason með mestu alúð, en þó svo, að hann kostaði fremur kapps um að safna fé handa þeim, sér ( lagi með sektum fyrir ýms afbrot, svo sem giptingar ( meinum, lausa- leiksbrot o. a. þ., heldur en honum væri ant um að halda sjúka menn og sára á þeim. Segir Finnur bisk- up svo (Hist. eccl. III, 698), að frá 1722 til 1744 hafi aldrei verið fleiri en 7 spítalalimir. En jafnframt var biskup samvizkusamasti fjárhaldsmaður þeirra, og hélt fénu vel til skila, svo þegar amtmaður Fuhrmann einu sinni á alþingi ætlaði að koma flatt upp á hann með spítalareikningana og skapa honum sjóðsábyrgð, sendi Jón Árnason gagngjört í Skálholt eptir 600 rd., sem lágu þar innsiglaðir og merktir spítölum Skálholts- stiptis. Hvergi kom þó áhugi hans og vandlætingarsemi betur fram, en í öllu því sem uppfræðinguna snerti. Sýndi hann þetta þegar í upphafi með tilliti til kennslu barna, er hann innl.eiddi fræði sín eða barnalærdóm, og er því síður kyn, þótt hann, gamall skólameistari, léti sig einnig miklu varða, að koma Skálholtsskóla i gott horf. Samdi hann bæði sjálfur latínska orðmynd-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.