Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 4

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 4
4 Magnúsar Stephensens, dómkirkjuprests Hallgr. Sveinssonar, forstöðumanns barnaskólans H. E. Helgesens og Jóns lögreglu- þjóns Borgfirðings) þessir fyrir kosningu: Dr. Grímur Thom- sen, er var uppástungumaðurinn, og sem einnig átti uppástung- unaáalþingi um styrkinn handa deild vorri, háyfirdómari Jón Pétursson og stúdent Jón Amason. A fundi í deild vorri, er haldinn var 10. dag októbermánaðar, voru tillögur nefndarinn- ar samþykktar, en þær voru, samkvæmt boðsbréfi, er deild vor gaf út í nóvembermánuði og sendi umboðsmönnum félagsins, þessar: Að Tímarit Bókmentafélagsins skyldi, að því er stefnu þess snertir, vera líkt ritrnn hins íslenzka lærdómslistafélags, vera vísindalegt og fræðandi fyrir alþýðu og, til dæmis að taka, inni halda: 1. Bitgjörðir sögulegs efnis, en þó einkum að því er snertir sögu Islands alment og sérstaklega kúltúrsögu þess. 2. Bitgjörðir búfræðislegs efnis. 3. Bitgjörðir náttúravísindalegs efnis. 4. Bitgjörðir læknisfræðislegs, lögfræðislegs og málfræðis- legs efnis, og skyldu þær ritgjörðir vera svo samdar, að alþýða gæti haft gagn af þeim. 5. Æfisögur merkra manna. 6. Uppgötvanir nýjar. 7. Bókafregnir. 8. Kvæði. það er að skilja að menn vildu eigi útiloka neina fræði- grein nema ef vera skyldi guðfræðina, er nú hefir fengið tíma- rit sér, þar sem Kirkjutíðindin em. Svo er og til ætlazt, að Tímarit þetta verði minnst 12 og mest 20 arkir að stærð á ári hverju, og komi út í heptum mis- stóram, eptir þvl sem stendur á ritgjörðum og ferðum. Á fundinum 10. október voru þessir kosnir ritnefndar- menn : Dr. Grímur Thomsen, stúdent JónÁrnasonogaðjunkt Benedict Gröndal, er ásamt með félagsstjóminni eiga að dæma um ritgjörðir þær, er Tímaritinu berast, og aðstoða hana í út- gáfu þess. þannig höfum vér þá gjört grein fyrir, hversu Tímarit þetta

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.