Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 16

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Síða 16
l6 og forsmáð, og endurfæðing hennar með skáldskapn- um kom ekki fyr en eptir það tímabil, sem G.V. nefn- ir, því Spenser var uppi 1553—1599; en öll handrit (engilsaxnesk og latinsk) voru geymd í klaustrunum, en dreifðust víðs vegar, þegar Hinrik 8. tók þau af, og það gjörði hann 1538; en um vísindi og viðhald hand- rita var þar ekkert hugsað fram eptir öllu.— En hvað snertir aptur bókaskemdir vorar af óþrifnaði, þá gátu fleiri orsakir veríð til þeirra en hann, og það er merki- legt, að höf. getur aldrei upp á t. a. m., að neitt hafi farizt einmitt af Sturlungastyrjöldunum; vér þekkjum og söguna um bókakistu Ingimundar prests (Sturl. IV. hl. 6. kap.), og er hún eitt dæmi þess, að bækur gátu skemzt af fleiru en óþrifnaði. Eg ætla hér að nefna einn lítinn hlut, það er ein- ungis eitt orð. Rangindi og hlutdrægni geta átt sér stað, þótt ekki sé nema um eitt einasta orð að gjöra. Hann nefnir sem sé (bls. 188) orðið „fengari“, sem merkir tunglið, og orðið „nis“ (á sömu bls.). Hann segir, að Bugge hafi fundið, að „nis“ sé = vu£ (nótt); en hann geturþess ekki, að eg fann fyrstur, að „feng- ari“ er komið af grísku <psyyap'.cv. Finnur Magnússon hafði ritað um þetta orð í Lex. mythol. (bls. 507) og sagt það þýddi „veiðigjafa“ eða þess konar (capturam —ferarum vel piscium — indulgens), og við það stóð lengi, án þess nokkur mótmælti því, fyr en eg gjörði það. Ekki þóknaðist Bugge heldur að nefna mig, þar sem hann talar um þetta orð í „Aaróöger for nordisk Oldkyndighcd'' 1875, bls. 235—236, heldur sópar hann yfir það þannig: „Deri har man forlcengst gjenkjendt byzantinsk-grœsk <psyyapt: Maaneu. En fyrir ’utan það, að þetta „forlœngstu er ekki eldra en síðan 1860 (Anna- ler for nord. Oldk. 1860, bls. 232), þá hefi eg aldrei sagt, að þessi orðmynd væri (psyyapt, heldur <psyyapiov, því það er grísk mynd; en eg þekki ekkert mál, sem

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.