Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Qupperneq 17
17
heitir „byzantinsk-græsk“. í>að er nú samt enn ekki
víst, að „fengari“ sé komið af grísku orði, því á Sans-
krít heitir tunglið pingala (meðal margra annara tungls-
heita). J>ar á móti lá það miklu beinna við, að leiða
nis af vu£, enda þótt það gæti verið misritað fyrir nið
eða níþ, því það merkir líka nótt1. En Guðbrandur
Vigfússon gengur og fram hjá eldri íslendingum, sem
sjálf Sturlunga saga telur með berum orðum sem sagna-
höfunda, t. a. m. Hrólfi á Skálmarnesi, sem er höfund-
ur sögu Hrómundar Greipssonar, og Ingimundi presti,
er saman setti Orms sögu Barreyjarskálds, og er geng-
ið fram hjá þessu í forspjallsritinu, þar sem það átti að
standa (bls. 23).
Nöfnin á sögunum eru og næsta kátleg, og holl-
ast að hafa þau fyrir þeim, sem alt má bjóða: Islend-
inga, Kjalnesinga, Bandamanna, Holmverja, Droplaug,
Finnbogi, Kristnis Saga (bls. 181), Thorstein Hall o’Side-
sons Saga (bls. 67) — og í rauninni er það alveg rangt
að segja Sturlunga, Njála, Grettla, Eigla, Laxdæla, Eyr-
byggja, Vatnsdæla, Landnáma, Glúma, o. s. fr., ekkert
annað en óleyfileg stytting (Sturlunga fyrir Sturlunga
saga, Landnáma fyrir Landnáma saga2 o. s. fr.) eða þá
uppnefni, einsogvér skyldum altaf segja Mangi, Fúsi,
Gubbi, en aldrei nefna hið verulega nafn. Eptirþessu
gætu menn og sagt Gunnlauga ogDroplauga og gjört
það að Lauga, Hávarða og Varða, Gísla. Vatnshyma
er þar á móti rétt sögunafn. Sama er að segja um
önnur nöfn í forspjallsritinu, að það er eins og höf.
stæli útlendinga sem mest í að afbaka þau : Gisli 111-
ugisson, Mani, hábrok, Madervalla, the battle ofFyris-
valla, Glæsisvoll; Bergen Calfskin Bok, Aslak Boldts
') Bugge segir, að nis sé miðaldarframburður á Skemtilegra hefði
verið, ef hann hefði sannað þetta með einhverri tilvísan, ekki með
analogium (af syllaba—sillaba, systole—sistole), heldur realiter.
2) Svo sagði og Espólin i Árbókunum (VIII. deild, bls. 17).
Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. I. 2