Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 20

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 20
10 frakka eða brúnum, hvort maður hefir doktorshatt frá Uppsölum, félagakápu frá Oxnafurðu, eða skinnhúfu frá íslandi. — prátt fyrir það, að höf. fer þessum orð- um um aldauða fornritaþekkingarinnar á 14. og 15. öld, þá mildar hann það með orðinu „almos^ (að mestu leyti), enda finnum vér og, að hann kannast við ábls. 138, að Rímur hafi verið ortar á þessum öldum, og þær hafa við haldizt síðan, öllum þeim til hneykslis og ergelsis, sem ekki kunna að meta þýðing þeirra. Hinar eldri rímur, sem ritaðar eru á skinni, og sem eg þekki margar hverjar frá Árnamagnússonar-safninu, eru að skáldskap og máli miklu lakari en rímur seinni manna (t. a. m. Sigurðar Breiðfjörðs); en hvernig sem þær eru, þá sýna þær það, að ekki einungis kenning- arnar sjálfar, heldur og sögur og aðdragandi kenning- anna, það er: öll Edda með Eddukviðum og Eddufræð- um, aldrei höfSu lið'ið undir lok; þettagengur í gegn- um allar rímur (eins og höf. kannast sjálfur við á bls. 183), og án þess hefðu þær aldrei til orðið. þæssu er nú þannig varið, hvort sem nokkrum er það ljúft eða leitt. — Eptir sögn höf. nær þessi gleymska og til lag- anna, bls. 205, þar setn hann segir, að íslendingar hafi verið farnir að álíta Ólaf helga sem löggjafa sinn, og tilfærir hann stað, er standi prentaður í Diplom. Island. I, bls. 711, en þar stendur hvergi talað um lög Ólafs helga, og þótt svo hefði verið, þá hefði mátt afsaka það, ef sanngirni hefði verið við höfð. þ>ar á móti stendur í hyllingarbréfi Eiríks konungs (af Pommern) 1431 (Safn til sögu ísl. II, 175): „ok at hallda þau laug, sem sancte Olafr hefir sett ok hans rettir eptir- komendur41 (og víðar í sömu bók, t. a. m. bls. 195 og 200). í Dipl. Isl. standa og nefnd „kristin lög“, en að leiða þar af, að ritarinn, hvað þá heldur allir íslend- ingar, hafi enga hugmynd haft um Grágás, nær engri átt, því þessi dæmi sýna ekkert annað, en að ritarinn

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.