Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 26

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 26
26 Norðmanna og íslendinga við þessa keltnesku menn voru eigi merkilegri en svo, að fáir sem engir skildu keltneska tungu; því er og tekið til, þegar Melkorka kendi Olafi Pá írsku, og þegar þau töluðust við, þá skildi þau enginn, og enginn gat talað við íra nema Olafur, þegar hann kom þangað. Ekki skildi Gunn- laugur munkur heldur keltnesku, heldur þýddi hann Merlínusspá úr latínu. — Hví þurftu þessi vestrænu ríki að líða svo gjörsamlega undir lok? Hví gátu þessir menn ekki geymt sitt mál eins og vér? þ>eir liðu undir lok, af því þeir voru svo fámennir og höfðu ekk- ert lífsafl i sér, til þess að geta haldizt við, því þar var ekkert þjóðfélag eins og stofnsett var á íslandi; og hvað málið snertir, þá hjálpar ekki að svara því, að þeir ekki hafi getað geymt það, af því þeir voru svo nærri áhrifum Englands, því áhrif Englands (og annara þjóða) hafa enn þann dag í dag ekki getað eyðilagt þjóðerni Skota og Ira, eða mál þeirra. þjóðernið og málið leið undir lok með sjálfum hinum norrænu mönnum, og það svo gjörsamlega, að engar sögur eru til af Olafi hvíta, Olafi kvaran eða |>orsteini rauða. Varla mun tjá að tala hér um „lost sagas“ [týndar sögur], því vér vitum, að Gunnlaugur kvað um Sigtrygg, og mun varla hafa verið mikið söguefni í drápunni; f>orgils orra- skáld var með Olafi kvaran, en eptir hann er ekk- ert til. Helgakviðurnar álítur höf. sjálfsagt vestrænar að uppruna, en vér álítum, að þær eða hugmyndir þeirra séukomnar bæði sunnan og austan að. Hið slafneska nafn Oleg er Hölgi og Helgi (raunar hvorki Oleg i. né Oleg 2., frægir og herskáir höfðingjar á 9. og 10. öld); það sem Snorri segir um haug Hölga (Sn. E. Svb. E. bls. 83): „var haugr Hölga kastaðr, önnur fló af gulli eða silfri . . . en önnur fló af moldu ok grjóti11, þá er það austræn hugmynd, sama sem haugurinn á

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.