Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 27
27
Bjarmalandi, sem Örvar-Oddur braut, „gjörr af tveim
hlutum, silfri ok moldu“ j1 en hvað Svöfu snertir, þá
vita allir, að suðrænum hugmyndum slær opt saman
við norrænuna. Vér sjáum ekkert vit í því, að fullyrða,
að Norðmenn ómögulega hafi getað haft þessar hug-
myndir, að þeir eða íslendingar alls éigi hafi getað ort út af
þeim, þeir, sem alkunnir voru og eru fyrir skáldskap;
heldur þar á móti, að Orkneyjamenn hafi gjört það,
og það ekki einungis Orkneyjamenn, heldur og gjör-
samlega óþektir Orkneyjamenn, sem enginn veit meiri
deili á en steinaldarmönnum, sem ekkert andans verk
liggur eptir. Satt er það raunar, að til eru kvæði
eptir óþekta höfunda; en þótt aldrei nema Orkneyja-
menn (t. a. m. Rögnvaldur Kali) yrkti, þá er sjálfsagt
að telja þeirra kvæði með norsk-íslenzkum skáldverk-
um; alt eins (Hafgerðingadrápu’, sem (suðreyskr’ mað-
ur orti (Landn. 320); Darraðarljóðin hljóta og að teljast
þar með, hvernig sem fer.2 — Keltnesk nöfn á íslend-
ingum eða Norðmönnum eru mjög fá að tiltölu (Koð-
ran, Dufan, Kjartan, Bekan, Kormakr, Ólafr feilan,
þorsteinn lunan o. s. fr.), og engum dettur í hug að
kalla f>orstein rauða eða Kára Sölmundarson keltneska
(skozka eða írska) menh; þeir voru Norðmenn og ís-
lendingar. En samkvæmt skoðun Guðbrandar Vigfús-
sonar ættu allar bækur Bókmentafélagsins, sem prent-
aðar og samdar eru í Kaupmannahöfn, að teljast með
dönskum bókum, eða að minnsta kosti ekki með ís-
lenzkum bókum á íslandi. Nú verður víst endilega
Merkilegt er það, að Oleg I. dó (912) af nöðrubiti, en sú naðra
skauzt út úr haugi, sem hestur hans var grafinn undir — svona er
sagt frá um Örvar-Odd.
2) |>au eru sjálfsagt eptir Gunnlaug munk; alveg sami andi og i Mer-
línusspá. J>au eru alveg ólík Völuspá, en þó gat sami maðurinn
hafa ort þessi kvæði. Vér þekkjum mörg forn kvæði, sem vér vit-
um hver hefir ort, og er á þeim alveg ólíkur blær (t. a. m. Horatii
Odae og Epistolae, eða Satirae — það er þó ekki sérlega líkt).