Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 42
42
láni með vöxtum 5 af hundraði, eins og farið er að
tiðkast manna á milli. Með hinni 2. og 3. sléttunar-
aðferð tel eg dagsláttuna fullgróna annað sumar, það
er því að eins eitt ár, sem eg missi ágóðann af slétt-
unni, en úr því reikna eg mér 30 kr. árlegan arð af
henni, eða 15 kr. vexti af hveijum 100 kr. á ári, og
eru þá höfuðstóll og vextir meira en fullborgaðir á 10
árum.
En eigi túnræktin að verða í lagi, þá er ekki
nóg að slétta, það verður að girða. Menn greinir á
um það, hvort meira eigi að meta að slétta eðagirða.
Mín meining er sú, að þetta eigi að vera eptir ástæð-
um. Sé tún harðlent, hægt að verja það, sé það í
skjóli fyrir Stórviðrum og mjög þýft, þá er sjálfsagt
að láta sléttunina ganga á undan girðingunni. Sé tún
raklent, mikill ágangur á það, og fremur á bersvæði
og með nokkrum sléttum, þá ræð eg fremur til að girt
sé en sléttað.
Menn girða með ýmsu móti :
1. Með sniddugarði utan og innan. Sé stungan
við hendina, þá má gjöra ráð fyrir, að fullgildur mað-
ur hlaði 2—3 faðma á dag af 2 ál. háum garði full-
sígnum; þessi girðing er óvaranleg, getur staðið 10—
15 ár. Varanlegri er hún miklu, sé sniddugarðurinn
ekki hafður hærri en 1*/2 al. og strengur af jámvír
með smástólpum undir settur utanvert niður í hann ;
þó ber þess að geta, að járnvírinn gefst misjafnlega
hér á landi, og að næturfrost og vorþíður vilja losa um
stólpana.
2. Torfgarður af kvía- eða hnakkahnaus. þessi
garður, sé hann vel hlaðinn, er varanlegri en sniddu-
garðurinn, og má ætla honum að standa 20 ár og þar
yíir. Af honum hleður maðurinn tvo faðma á dag, sé
stungan við.
3. Garður með torfi og grjóti að utan en sniddu