Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 46

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 46
46 honum á ekki að vera ofætlun með tíð og tíma, þá fellst hann fullkomlega á það, sem upphaflega var minnzt á 1 ritgjörð þessari, að túnræktin væri ein hin arðmesta atvinnugrein lands vors. Auk þess, sem nú hefir verið sagt, er það vel takandi til greina, að því meira gróðrarafl sem er í túninu, þess síður bregzt það í grasleysisárum, og i því betri rækt sem túnið er, þess kjarnmeiri verður taðan og betri bæði til mjólkur og holda. Túnræktin er áhœttulaus atvinnugrein, hún gefur vissan og stöðugan arð, án þess að neitt sé í hættu lagt. Hún er hin hœgasta og skemtilegasta. Hvað er hægra en ganga út í túnið til vinnunnar? Hvað er skemti- legra en að rækta og prýða blett þann, sem maður lifir á og framfærist af? Mér blöskrar því, þegar eg kem á þau heimili í sveit, sem sami húsbóndinn hefir verið lengi á, og þó sjást engar menjar þess í túnrækt hans. Mér blöskrar líka, þegar leiguliðar hafa á orði, að þeir hlífi sér við jarðabótum, af því að þeir fái þær ekki endurgoldnar hjá landsdrottnum. Túnræktin borg- ar sig sjálf bæði að höfuðstóli og vöxtum, búi maður að henni io ár eða lengur, eins og áður er sýnt. En rétt og sanngjarnt er það, að landsdrottinn borgi leigu- liða eða erfingjum hans þær jarðabætur, sem hann (o: leigyliðinn) hefir ekki getað notið nægilegs arðs af til endurgjalds fyrir tilkostnaðinn, þegar jörðin hefir batn- að við jarðabótina. Rétt væri líka, að landsdrottinn sæmdi leiguliða sinn að skilnaði heiðursgjöf, hefði hann gjört miklar og góðar jarðabætur á ábýli sínu, þótt það álitist, að þær hefðu verið búnar að borga sig, eða i annan stað, að landsdrottinn léti nánustu náunga leiguliðans fá jörðina til ábúðar með sanngjörnum leigu- mála. „Allur er jöfnuðurinn góður“. Umtalsminnst væri, að landsdrottinn legði fram höfuðstólinn til jarða- bótanna, en leiguliði greiddi vexti af honum eptir sam-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.