Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 58

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Page 58
5« sér, að réttur amtmanna til að veita prestaköll var að minnsta kosti vafasamur fyrir þann tíma. Téð konungs- bréf gáfu nú þær reglur fyrir brauðaveitingum, sem fylgt heíir verið til skamms tíma, nema hvað hið síð- astnefnda staðfesti heimild biskupa til þess einir að kalla stóls- eður staðarpresta sína, svo sem nokkurs konar kapellána biskupanna, og skyldi að eins leitað staðfestingar konungs upp á veitinguna. Fékk Jón Árnason að því leyti sigur yfir hinu verzlega valdi, að amtmönnum var bannað að veita nokkurt prestakall, að biskupi óafvitanda og án hans meðmœlis, og að bisk- upar skyldu einir kjósa staðarpresta sína. Jafnframt reri Jón biskup að því öllum árum, að auka vald og þýðing Synodusar og prófasta. J>að er hans verk, að próföstum úr Skálholtsstipti var allflestum gjört að skyldu að sækja Synodus á ári hverju með tiltekinni tölu presta úr hverju prófastsdæmi. J>að var hans verk, að prófastar fengu fyllra eptirlit með hegðun presta í héraði, og meira vald í andlegum málefnum. Með því fékk biskup sjálfur góða stoð gegn verzlegu gjörræði; enda bauð hann því svo byrginn, að amt- menn höfðu beig af honum, svo að Fuhrmann gat ekki orða bundizt, að segja eitt sinn upp yfir alla á Synodus: autoritate et doctrina in foro nostro tecum non œmulabor, sed rigorem et cautelas Vestræ reverentiœ non exoptabo (o: ekki mun eg á samkomu vorri keppa við Yður um álit og lærdóm, en stífni Y. H. og við- sjár óska eg mér ekki)“. Svo var ósamdrægni þeirra Jóns og Fuhrmanns alkunn, að í máli hins síðarnefnda út af dauða Appollóníu Schwarzkopf kom Páll Kinch því til leiðar, að Jón biskup var, að þorleifi prófasti Arasyni önduðum, settur i dómsnefndina yfir Fuhrmann og mæðgunum Holm; vænti Páll og aðrir íjandmenn Fuhrmanns, að biskup myndi reynast amtmanni þung- ur í dómi. En sú von brást. Jón biskup var harður

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.