Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1880, Side 63
63
Embættis var iðja stór, það undrum sætti,
Stytztu tíð ei tapa mátti,
Tómið lítið hann sér átti.
Vanda nam hann verkin stærri’ og verkin minni
Fyr og sið, sem fremst hann kunni,
Fyrir Guði’ og samvizkunni.
Ekki var hann eins.og þeir til embættanna
Að sletta’ á mynd og slá burt önnum,
Sleppi þeir frá heimsins mönnum.
Hirti hann aldrei heldur um, hvað heimur ræddi,
Gekk sinn veg og Guði hlýddi,
Geislum dygða Hfið prýddi.
Hversdagslega hreinn og spar og hollur maður,
Drykkjuskap og drambi reiður
Drýgði landsins gagn og heiður.
Jafnan siðavandur vakti, vömmum eyddi,
Kristni spjöllin myrti’ og mæddi,
Mygglaða presta þetta hræddi.
Aumum mönnum gjörði hann gott, sem góðir voru,
Hinir ei neitt úr býtum báru,
fótt beiddu þeir með hræsnistárum.
Blessaði Guð hans bú og fé um biskups veldi;
Til Guðs þjónustu af góðum höldum
Gaf hann mest á þessum öldum.
Var hann þvi, eg vil Guðs orð til vitnis taka,
Biskup mesti’ og bóndi líka;
Bágt mun vera’ að hitta slíka.