Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 4

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Blaðsíða 4
4 ,,Ávellingagoðorð“ hlýtur að hafa legið vestan til í Húnavatnssýslu, og sama kemur fram, ef menn gæta að, hvemig fór um ríki Kolbeins Tumasonar eptir hans dag. Kolbeinn Tumason féll í Viðinesbardaga árið 1208, og tók þá Arnór Tumason bróðir hans við mannaforráði því, sem Kolbeinn hafði haft. Arnór fór utan 1221 og hafði áður skipað mannaforráð sitt fórarni, syni Jóns Sigmundarsonar, því að Kolbeinn son hans var þá barn að aldri, enda hafði Arnór hann með sér á utanferð sinni. í þeirri ferð dó Arnór. Kolbeinn son hans kom út sumarið 1224 og var þá 15 vetra að aldri* 1. Vorið eptir var honum gjört bú í Ási í Hegranesi; tók hann þá við mannaforráði sínu og réð Sighvatr Sturluson mestu með honum, meðan hann var ungur, og var hann fyrir sveitum Kolbeins, meðan hann var í utanferð sinni (1235—1236)2. Eptir Örlygsstaðafund (1238) lagði Kolbeinn undir sig öll þau goðorð, sem Sighvatr hafði átt fyrir norðan Öxnadalsheiði. í Sturlungu segir, að hann hafi lagt undir sig allan Norðlendingafjórðung, en það mun eigi með öllu nákvæmt, því að svo er að sjá sem Snorri hafi haldið „Ávellingagoðorði“, eða að minsta kosti tek- ið við þvi aptur, þegar hann kom úr utanferð sinni 1239, því að hann var í Noregi, þegar Örlygsstaða- fundur var3. Má þetta marka af því, að sættafundur er lagður í Miðfirði milli þeirra Kolbeins og Órækju árið 12414, og munu þeir hafa valið Miðfjörð, af því að hann lá eigi langt frá takmörkum rikja þeirra stöðum í Sturlungu, að Sturla Sighvatsson hafi haft eitthvert mannaforráð um þessar sveitir og þá líklega frá Melmönnum, og munum vér tala betur um Melmenn og goðorð þeirra síðar. 1) St. 1878. VII, 58. k. (I. b. 266. bls.), sbr.63. k.(272.bls.). 2) St. 1878. VII. 114. k. (I. b. 337. bls.). 3) St. 1878. VII. 145. k. (I. b. 381. bls.). 4) St. 1878. VII. 154. k. (I. b. 392. bls.).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.