Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 6

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 6
6 Öxnadalsheiði, sem Sighvatr faðir hans hafði átt, og alla föðurleifð hans, en Brandi Kolbeinssyni, frænda Kolbeins, vóru fengin „öll héröð fyrir vestan Öxna- dalsheiði alt til Hrútafjarðar'1 Ef þetta erboriðsam- an við stað þann úr Sturlungu, sem til var færður hér að framan um ríki Kolbeins Tumasonar, og tekið er tillit til þeirra breytinga, sem á höfðu orðið siðan, þá sannar það til fulls, að „Ávellingagoðorð11 hefir legið að vestanverðu við ríki Skagfirðinga, eða með öðrum orðum: vestast í Húnavatnsþingi. Goðorð þetta hefir 2 nöfn í Sturlungu, á einum stað er það nefnt „Ávfellingagoðorð11 („Eyvellingagoð- orð“), en á öðrum „Hafliðanautr11, sem íyr var sagt. Nafnið „Hafliðanautr“ getur eigi bent til þess, sem gaf Snorra goðorðið, því hann hét þ>orsteinn, en hlýt- ur að vera dregið af nafni einhvers fyrverandi eiganda goðorðsins, sem heitið hefir Hafliði, og hlýtur nafn hans að hafa verið almenningi svo kunnugt á þeim tímum, að ekki þurfti annað, en nefna hann á nafn, til þess að allir vissi þegar í stað við hvert goðorð var átt. 5>að getur enginn efi verið á því, að sá Hafliði, sem goðorðið er kent við, er Hafliði Másson, og að mannaforráð f>orsteins ívarssonar hefir verið frá honum komið í upphafi. Hafliði bjó á Breiðabólstað í Vesturhópi, og kemur það ágætlega heim við legu goðorðsins; var hann einn hinn mesti höfðingi á ís- landi á sinni tíð, og lagamaður svo mikill, að hann var fenginn til þess veturinn 1117—1118 að færa í letur lög þau, er þá vóru, ásamt Bergþóri lögsögu- manni Hrafnssyni og öðrum spökum mönnum, sem til þess vóru teknir2, og er Vígslóði að mestu leyti 1) St. 1878. VII, 199. k. (II. b. 66. bls.). 2) íslendingabók Ara prests hins fróða 10. k. (Isl.s. I. b. 17. bls.).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.