Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 12
12
og var sjálfur fjórði maður frá honum. pessi ætt hefir
eflaust nefnt sig Æverlingaœtt. Æverlingar er mynd-
að á sama hátt af Ævarr og Kjalleklingar af Kjallakr,
Freysgyðlingar af Freysgoði, Valþýflingar af Valpjófr,
o. s. frv.1 Um það leyti sem Sturlunguhandrit þau,
sem vér nú höfum, vóru rituð, vóru menn farnir að
rugla saman rl og ll í framburði, og var þá eðlilegt,
að ritararnir héldu, að síðari hluti orðsins Æverlingar,
sem þeir höfðu fyrir sér í frumhandritunum, væri mynd-
aður af völlur eða vellir, og urðu þeir þá að skilja orð-
ið svo, sem það væri leitt af einhverju örnefni; en þá
gátu þeir eigi skilið fyrsta staf orðsins og breyttu þeir
honum því, eptir því sem hvorum um sig þótti líkleg-
ast, einn í d en annar 1 ey, til þess að staðarmerking-
in gæti komið fram i orðinu í heild sinni. Hafi Æver-
lingagoðorð staðið í frumhandritinu, þá er ljóst, hversu
báðar hinar röngu myndir hafi komið upp, þar sem
myndin KÆverlingagoðorð“ liggur mitt á milli peirra
beggja. Menn þurfa þá heldur eigi framar að leita að
örnefni, sem hvergi finst, til þess að leiða af nafn
goðorðsins.
Menn kunna að koma með þá mótbáru, að ætt
Hafliða sé á öðrum stað í Sturlungu nefnd Húnröðlingar,
en eigi Æverlingar, og svo nefnir Guðbrandur Vigfússon
þessa ætt í ættartölum þeim, er fylgja Sturlungu hans.2
En fyrst er það eigi óhugsandi, að ættin hefði verið
1) Kjalleklingar eru nefndir í Eyrb. Leipz. 1864, 8.bls.
og víðar; Freysgyðlingar í Landn. IV. p. 13. k. (Isl. s. Kh.
1843 I. b. 275. bls.), sbr. V. p. 15. k. (I. b. 321. bls.). Val-
þýflinyar stendur í Hauksbók Landn. I. p. 13. k. (ísl. s. I. b.
46. bls.), en þar hafa önnur handrit: Valþjóflingar hljóð-
varpslaust.
2) Sturl. 1878. VII. 38. k. (I. b. 229. bls.). Jón Sigurðs-
son segir og hiklaust, að Húnröðlingar hafi verið ættmenn
Hafliða Mássonar (Diplomatarium Islandicum I. b. 579.
bls.), en rekur þó eigi ætt þeirra.