Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Qupperneq 14
14
J>órðar ber saman við föðurnafn ívars; sonur |>órðar
hét og Bergþór, og kemur það nafn líka fyrir í ætt-
inni, því að svo hét bróðir Hafliða Mássonar. En hafi
f>órðr ívarsson verið Æverlingur, þá er óliklegt, að
Jón Húnröðarson hafi verið náskyldur honum, þar sem
þeir deildu illdeilum og J>órðr gjörði Jón sekan. Ver-
ið getur, að Húnröðlingar sé einhver kvisl af Æver-
lingaættinni, en eigi hygg eg, að helzti ættbálkurinn,
sem Hafliði var af og kominn var af Ævari gamla í
beinan karllegg, hafi nefnt sig eptir nokkrum öðrum
en Ævari. Að frændsemi hafi verið með þeim niðjum
Jóns Húnröðarsonar og ættmönnum Hafliða Mássonar,
virðist mega ráða af því, að þar sem Húnröðlingar
eru nefndir, er þess getið, að Illugi Bergþórsson hafi
búið að 'þorkelshóli, og eru allar líkur til, að hann hafi
verið sonur Bergþórs þess, er týndist á Stangarfola,
og eflaust hefir verið sonur J>órðar ívarssonar; Illugi
þessi er reyndar eigi beinlínis nefndur Húnröðlingur,
en þó má sjá, að hann hefir verið skyldur ættboga
þeim, sem taldi kyn sitt til Húnröðar föður Jóns Hún-
röðarsonar.1 Á sama stað er líka nefndur J>orsteinn
Hjálmsson á Breiðabólstað, og er hann eigi heldur
beinlínis talinn Húnröðlingur, heldur „frændi þeirra“.
|>essi þ>orsteinn hefir eflaust á einhvern hátt verið
kominn frá Hafliða Mássyni; mun hann hafa verið
sonur Hjálms Ásbjarnarsonar „frá Vesturhópi“, sem
getið er víðar en einu sinni í Biskupasögum og Sturl-
1) Nafnið Illugi kemur optar fyrir í Æverlingaætt; svo
hét dóttursonur Hafliða, sem drukknaði, er hann flutti stein-
lím til kirkju, sem hann ætlaði að gjöra að Breiðabólstað
(Kristni s. 14. k., Bisk. s. I. b., 32. bls.). Annars sést það
á eldri útgáfu Sturlungu, að sum pappírshandrit kalla Illuga
þenna »bróðurson þeirra« (o: Ófeigssona, Jóns og Eyjólfs), en
«bróðurson«, er víst að eins mislesið fyrir «Bergþórsson«, og
»þeirra« síðan við bætt af ritaranum. St. Khöfn 1817, II. 38
(IV. 20.).