Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 16

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 16
l6 alt gæti bent til þess, að Húnröðlingar hafi verið kvisl af Æverlingaættinni, en eigi helzti kynstofninn sjálfur. Eptir tímanum gæti Húnröðr, faðir Jóns, verið sonur Hafliða, en þess er hvergi getið, að Hafliði hafi átt son með því nafni, enda yrði þá Jón Húnröðarson öðrum og þriðja við f>órð ívarsson, en áður hefi eg fært líkur til þess, að þeir hafi varla verið svo skyldir. Enn er ósvarað einni spurningu, er sriertir Æver- lingagoðorð. Er það sama sem Melmannagoðorð ? J>ar sem goðorðið er nefnt í Sturlungu, er sagt, að Mel- menn hafi átt „sinn“ hluta Æverlingagoðorðs. Af þessu virðist í fljótu bragði mega ráða, að Æverlinga- goðorð sé ekkert annað en einmitt Melmannagoðorð. En ef betur er að gáð, er það þó margt, sem mælir á móti þessu. Af Njálu má sjá, að Melmannagoðorð var eitt af hinum „nýju“ goðorðum1. Var það kent við ætt þá, er bjó að Mel í Miðfirði, og stóð hagur hennar með mestum blóma á 12. öld. J>á var uppi Snorri Kálfsson, samtíðamaður og mágur Einars J>or- gilssonar, og veitti hann Einari að málum þeirra Hvamms-Sturlu2. Snorri dó einu ári á undan Klængi biskupi eða árið 117 53. Kálfr, faðir Snorra, hefir eptir þessu verið samtíða Hafliða Mássyni, og verður Melmannaætt eigi talin lengra upp í beinan karllegg en til Kálfs, en í Bandamannasögu segir, að Miðfirð- ingar, Snorri Kálfsson og margt annað stórmenni sé komið frá Oddi Ofeigssyni, sem líka bjó á Mel4. Af Bandamannasögu er svo að sjá, sem Oddur hafi fyrst- 1) Njáls s. 97. k. (Khöfn 1875, 505. bls.). 2) St. 1878 III. 1. k. (I. b. 40. bls.), III. 9. k. (I. b., 50. bls.), III. 19. k. (I. b., 61. bls.). í Sturl. III., 15. k. (I. b., 57. bls.) á Snorri »Einarsson« líklega að vera Snorri Kálfsson. 3) St. 1878, IV. 5. k. (I. b., 95. bls.). ísl. annálar við 1175. 4) Bandam. s., Khöfn 1850, 43. bls.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.