Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 19

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 19
19 hafi verið tekið upp um sama leyti og fimtardómur var í lög leiddur. Eins og ljóslega sést af Njálu, og að' nokkru leyti líka af Bandamannasögu, reyndu þeir höfðingjar, sem forn goðorð áttu, að sporna við því af öllu megni, að ný goðorð væri tekin upp í grend við þá, sem ogvar von, þvíað stofnun hinnanýju goð- orða miðaði beinlínis til þess að takmarka vald hinna fornu goðorða, eins ogMaurer hefir sýnt. Með þessu móti gat það sumstaðar dregizt langa hríð, að hin nýju goðorð væri tekin upp og nýmælunum fullnægt, ef unum 1267—1271. Réttarbót þessi er innfærð í Járnsíðu (Khöfn 1847. Mannh. 29. k., 47.—48. bls., sbr. »Norges gl. love« I. b. 273.—274. bls.), og getur hún því eigi verið yngri en 1271, því að þá var lögbók þessi flutt hingað til lands. Bn hins vegar getur hún eigi verið eldri en 1267, því að rétt- arbótin getur um Jón erkibiskup, og hlýtur það að vera Jón rauðr, sem varkjörinn til þeirrar tignar í október 1267. Síð- an hefir réttarbót þessi verið tekin upp í landslög hin nýjari (»Norges gl. love« II. b. 58. bls.). Nú er eigi óhugsandi, að sá sem ritaði eða lét rita Staðarhólsbók, hafi þekt réttarbót þessa, og talið víst, að baugatal mundi og verða numið úr lögum hér á landi, eins og líka var gjört í Járnsíðu (sjá stað- inn, sem til var færður hér að framan), og að hann hafi slept baugatali af þessari ástæðu. Af þessu leiðir eigi, að alt hand- ritið sé ritað eptir 1267. það er jafnvel líklegt, að Vígslóði hafi verið ritaður, áður en ritari bókarinnar taldi víst, að baugatal mundi verða numið úr gildi, þar sem þessi þáttur bæði vísar til baugatals og hefir ýmsar lagaákvarðanir sam- hljóða því. En það er athugavert, að í Staðarhólsbók stend- ur vfgslóði miklu aptar en í konungsbók; í konungsbók er hann þriðji þáttur að framan, en í Sthb. næstur hinum síð- asta þætti, sem er landabrigðaþáttur. I konungsbók stendur baugatal næst á eptir vígslóða í eðlilegri röð, og þar hefði það líka átt að standa í Sthb. það getur þvl vel staðizt fyrir þessu, og er enda líklegt, að alt handritið, aptur fyrir víg- slóða, hafi verið skrifað áður en baugatal var numið úr lög- um í Noregi, en sé baugatali slept af þeirri ástæðu, sem nú var til greind, þá leiðir af því, að landabrigðaþáttur að minsta kosti sé ritaður eptir að ritaranum varð kunn réttarbótin, eða eptir 1267. Hins vegar mun það víst, að Sthb. sé rituð áður 2’

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.