Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 20

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 20
20 „fornu“ goðarnir vóru nógu ríkir og einbeittir, til að sporna við þvf, að nokkur „nýr“ höfðingi gæti risið upp nálægt þeim, er hefði nægilegan skörungsskap og þokkasæld til þess að laða að sér þingmenn, og er eigi ólíklegt, að svo hafi og hér verið, og að báðar sögurnar geti haft rétt fyrir sér með þessu móti. Vér teljum því víst, að Melmanna goðorð hafi verið eitt af hinum nýju goðorðum, og líklegt, að Oddr Ofeigsson hafi fyrstur tekið það upp, og að höfðingjar þeir, sem bjuggu á Mel um noo og á 12. öld, hafi verið frá Oddi komnir. Af þessum höfðingjum á Mel þekkjum vér enn fremur Kálf Snorrason, þess er fyr var getið. Hann dó ngS.1 Bróðir Kálfs, Halldór, var veginn á alþingi gijótflaugarsumar 1163,2 og um 1170 er þess getið, að Vilmundr Snorrason hafi fylgt Einari þor- gilssyni móðurbróður sínum; var hann einn af þeim, sem urðu sekir skógarmenn um víg Karls Konráðs- en Jáms. kom hingað til lands (1271), því alt þangað til hafa menn haldið, að hin fornu lög mundu verða látin halda sér óbreytt að svo miklu leyti, sem þau eigi snertu stjórnarskip- unina, og hefði það eigi verið, mundi mönnum hafa þótt ó- þarfi, að safna þeim í jafnvandaða bók og Staðarhólsbók er. það er og skoðun Maurers, að Sthb. sé rituð á árunmn 1262— 1271, en Vilhjálmur Finsen ætlar hana ritaða fyrir 1262. Munch hélt, að hún væri rituð eptir skipun Noregskonungs um 1271, til þess að hafa hliðsjón af við samansetningu hinna nýju laga, og til leiðbeiningar fyrir Sturlu lögmann þórðarson, og aðhyllist Guðbr. Vigfússon þá skoðun. Sbr. Maurer: »Ueber das alter einiger islánd. rechtsbúcher» í Germania 1870. 1.—17. bls. (þá ritgjörð hefi eg því miður, eigi haft); Udsigt over de nordgerm. retskilders historie, 81. bls.; Vilhj. Finsen í »Aarb. f. nord. 01dk.« 1873. 239—240. bls.; Staðarhólsbók, Khöfn 1879, formála XIII. bls.; Munch d. norske folks historie. IV. 1. 627. bls.; Guðbr. Vigfússon í Prolegomenis Sturlungu sinnar cc. bls. 1) Islenzkir annálar við árið 1198, sbr. Bisk. s. I. 147.— 148. bls. 2) Bisk. s. I, 412. bls. St. 1878. IV. 2. k. (I. b. 90. bls.). Islenzkir annálar við árið 1163.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.