Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 21
21
sonar og Böðvars Grímssonar og Skógungar vóru
kallaðir, og var einn þeirra Skógunga mágur hans,
Már Guðmundarson, er átti Helgu Snorradóttur, syst-
ur þeirra bræðra1. Kálfr hefir eflaust verið fyrir þeim
bræðrum og veitir hann móðurfrændum sínum að eptir-
málum eptir Einar f>orgilsson2. Kálfr átti marga sonu,
og eru þeir í Sturlungu ýmist nefndir Melmenn eða
Kálfssynir3. Af þeim hefir f>orgils víst verið helztur, því
að hann bjó á Mel um 12164. Auk þess er nefndur Vigfús
Kálfsson, sem var fylgdarmaður Klængs Bjarnarsonar,
og var veginn i för með Birni Sæmundarsyni frænda
sínum árið 12335 6 * * *, og enn fremur Bjarni Kálfsson um
1184 og síðar um 121613. Son Bjarna var Tannr, sá
er riðinn var við skærur þeirra Miðfirðinga og Víðdola,
níðskár maður og kallaður enginn sættir manna. Á
dögum Kálfssona gengur staðfesta þeirra og ef til vill
líka goðorð undan þeim, sem áður er sagt, og er víst,
að Snorri Sturluson átti Melsland um 1232, en nokkr-
ar líkur eru til þess, að Sturla Sighvatsson hafi haft
eitthvert mannaforráð í Miðfirði og vesturhluta Húna-
vatnsþings jafnhliða Snorra, og getur það eigi verið
frá öðrum komið í hans eign en frá Melmönnum. þ>ann-
ig er þess getið, að tveir rnenn úr Víðidal hafi fylgt
Sturlu í Grímseyjarför, og að hann hafi riðið norður til
1) St. 1878. III. 16. og 18. k. (I. b. 58. og 60. bls.), sbr.
Bisk. s. I. b. 418. bls. St. 1878. V. 2. k. (I. b. 129. bls.).
2) St. 1878. VII. 3. k, (I. b. 196. bls.).
3) »Melmenn«. St. 1878. VII. 23. k. (I. b. 213. bls.).
«Kálfssynir»: VII. 40. k. (I. b. 237. bls.).
4) St. 1878. VII. 38. k. (I. b. 229. bls.).
5) S. st. VII. 95. k. (I. b. 317. bls.), sbr. VII. 90. k.
(I. b. 313. bls.).
6) S. st. VII. 38. k. (I. b. 230. bls.), og IV. 9. k. (I. b.
101. bls.). »Björn« KAlfsson, sem nefndur er St. III. 18. (I.
b. 59. bls.) með Einari þorgilssyni, er ef til vill sami mað-
urinn, því handritið B (Á.M. 122. a) nefnir hann Bjarna.