Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 22

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 22
22 Miðfjarðar undan árásum Snorra, og þar var hann nyrðra að sætta þá Brandjdnsson og forstein Hjálms- son, meðan Vatnsfirðingar rændu á Sauðafelli árið 1229; í sætt þeirra Brands og þorsteins var það til skilið, að þ>orsteinn skyldi fara með Sturlu þær ferðir, sem hann vildi, enda fer þorsteinn norðan til Sturlu skömmu síðar með 20 menn1. þ>að erþví eigi óliklegt, að Mel- menn hafi látið Sturlu fá goðorð sitt, annaðhvort til meðferðar eða til eignar, en hvort sem nú Snorri eða Sturla hafa dregið undir sig mannaforráð Melmanna, þá er það þó víst, að það hverfur inn í hið mikla ríki Ásbirninga eptir víg Snorra Sturlusonar og fundinn við Hvítárbrú. f>etta er svo að segja alt það, sem menn nú vita um Melmenn. Melmannagoðorð var eitt af hinum nýju goðorð- um. Er það nú líklegt, að goðorð það, sem Hafliði Másson, slíkur höfðingi, átti, og sérstaklega var kent við hann og hina göfgu ætt hans, hafi verið nýtt goð- orð? Eg hygg að svo geti eigi verið. Af Sturlungu má ráða, að mestur hluti Æverlingagoðorðs hafi verið eign Snorra og heimildarmanns hans f>orsteins ívarssonar, og að það hafi gengið i Æverlingaætt, frá Hafliða alt til þorsteins um alla 12. öld. Er það þá líklegt, að Njála hefði kent goðorðið við Melmenn og eigi við Æverlinga, ef Æverlingagoðorð væri sama og Melmannagoðorð, þar sem Melmenn eigi áttu nema lítinn hluta goðorðsins og hvorirtveggja eigendur goð- orðsins, Melmenn og Æverlingar, vóru uppi um sama leyti ? þ>á hefði verið meiri ástæða til, að kalla goðorð- ið Æverlingagoðorð. Hins vegar er það ólíklegt, að Melmenn hafi eigi átt nema lítinn hluta hins nýja goðorðs, sem við þá var kent, þar sem þeir vóru í ~1) St. 1878. YII. 56. k. (I. b. 264. bls.), VII. 70. k. (I. b. 280. bls.), VII. 75., 77. og 79. k. (I. b. 285., 288. og 290. bls.).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.