Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 23

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Page 23
23 heldri höfðingja röð á 12. öld—annars mundi varla vera getið svo nákvæmlega um andlátsár þeirra í annálum og annars staðar. Hugsandi væri, að hin nýju goð- orð hafi verið skoðuð sem partur af þvi forna goðorði, sem næst þeim lá, og þar sem sagt er, að Melmenn hafi átt „sinn hluta“ Æverlingagoðorðs, þá sé eigi átt við „hluta“ hins forna goðorðs sem forns goðorðs, heldur við alt hið nýja goðorð, sem næst því lá, og að eins var skoðað sem hluti af hinu forna goðorði; en eigi þykir mér þetta þó liklegt. Sennilegast er, að Melmenn hafi einhvern tíma eptir andlát Hafliða Mássonar eignazt einhvern hluta af hinu forna goðorði hans, og að þeir þá hafi átt bæði hið nýja goðorð, sem við þá er kent í Njálu, og að auki þenna part Æverlingagoðorðs, sem talað er um í Sturlungu. Æverl- ingar vóru þá komnir í nokkurs konar úlfakreppu, þar sem Melmenn þrengdu að þeim að vestan en Ásbirn- ar að austan, sem þá vóru ríkastir allra fyrir norðan land. Æverlingar hafa séð, að þess mundi eigi langt að bíða, að Skagfirðingar legði undir sig mannaforráð þeirra, og kusu því heldur, að gjörast skjólstæðingar annars höfðingja sér ríkari, en að halda báðum hönd- um í mannaforráð það, sem þeir gátu eigi framar varið. þ»að getur því varla verið nokkrum efa bundið, að Hafliði Másson, og ættmenn hans eptir hann, hafi átt það af 3 fornum goðorðum, sem vestast lá í Húna- vatnsþingi. En nú er merkilegt að taka eptir því, að ætt Hafliða átti frá upphafi heima í Langadal, eða norðan til í þinginu, og er svo að sjá, sem einn af for- feðrum hans að minsta kosti hafi átt goðorð eða goð- orðspart þar nyrðra. Ævarr gamli namLangadal upp frá Móbergsbrekkum og bjó í Ævarsskarði1. Guð- brandur Vigfússon ætlar, að „Langdolagoðorð11 hafi 1) Landn. 3. p. 5. k. (ísl. s. I. b. 185. bls.).

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.