Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 29

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 29
ig en um eða eptir iooo er svo að sjá sem goðorðið hafi verið hlutað í sundur í 3 staði og hafi einn hlutinn verið í ætt Eilífs, annar f höndum Höskulds á Hösk- uldsstöðum — hvort sem hann nú hefir verið af Eilífi kominn eða eigi — en þriðji hlutinn hafi verið eign Æverlinga. Um miðja 11. öld lítur svo út sem f>ór- arinn spaki Langdelagoði, sem var af ætt Holta land- námsmanns, hafi haft part af þessu goðorði. Úr því vita menn eigi um goðorðið, þangað til rétt eptir 1200— þá er það innlimað i ríki Ásbirninga í Skagafirði. Af því goðorðinu, sem lá í miðju þinginu, höfum vér mestar sögur á söguöldinni; var það kent við Vatnsdeli, ættmenn Ingimundar gamla, og kallað Vatnsdolagoðorð. Fyrst hafði Ingimundur það, og var hann einhver hinn merkasti höfðingi í heiðnum sið, því næst gekk það til fóris, sonar hans, en hann lét þorstein bróður sinn fá það, og erfði Ingólfur, son hans, það eptir föður sinn. þ>á gengur goðorðið úr karllegg Vatnsdela í kvennlegginn, og' tekur þá við því þ>orgrímr Karnsárgoði, dótturson Ingimundar, og þorkell krafla eptir hann. þ>ví næst er svo að sjá, sem þ>orvaldur Ásgeirsson af ætt Auðunar skökuls taki við goðorðinu; en eptir það vita menn eigi um eigendur goðorðsins, þangað til nokkru eptir 1200— þá er það komið í hendur Ásbirninga í Skagafirði. Vestasta goðorðið, sem á Sturlungaöld var nefnt Æverlingagoðorð, var í upphafi alls eigi tengt við Æverlingaætt. Fyrst var þetta goðorð í höndum Mið- fjarðarskeggja; litlu siðar er þ>órarinn spaki J>orgilsson gjallanda eigandi þess; um miðja 11. öld er það í höndum Styrmis frá Ásgeirsá. Úr því vitum vér eigi um þetta goðorð þangað til um næstu aldamót. f>á er það orðið eign Æverlinga, hvort sem nú Hafiiði hefir fyrstur komizt að því, eða Már faðir hans. Eptir daga Hafliða gengur goðorðið í ættÆverlinga þangað

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.