Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 32

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 32
Um kol. Eptir >V. Gr. Spence Paterson.1 Af öllum þeim ýmsu steinategundum, sem mynda skorpu jarðarinnar, er að líkindum, nú sem stendur, að undanteknu einu járninu, engin nytsamari mann- kyninu, en kolin. Síðan að gufuvélin var fundin, hefir hitinn verið aðaluppspretta þess afls, sem menn þurfa til þess iðnaðar og verknaðar, sem er vottur um fram- farir og mentun, og sem miðar til að betra lffskjör manna, en sá hiti hefir átt, og, að svo miklu leyti sem menn geta séð, mun eiga upptök sín að rekja til kola- brenslunnar. f>au afnot kolanna, sem liggja næst, eru, að hafa þau til eldiviðar, til þess að hita herbergi, og til þess að sjóða við, og hjálpa þau að þessu leyti ekki lítið til að gjöra mönnum lífið þægilegra og notalegra, og nú á hinum síðari árum hefir efnafræðingunum tek- izt með rannsóknum sinum að leiða fram af kolunum ýmisleg efni, sem eru mikils virði, og til mikils gagns fyrir mannkynið. Sum af efnum þessum mun eg tala nákvæmar um í grein þessari. Til þess að skilja fyllilega, hvernig kolin hafi myndazt í jörðunni, þá breytingu, er á þeim verður, þegar þeim er brent, og hin ýmislegu efni, sem fram- 1) Höfundurinn hefir haft hliðsjón af eptirfylgjandi verk- um : Vincent, Dictionary of Applied Chemistry, — Roscoe and Schorlemmer, Treatise on Chemistry. — W. A. Miller, Organic Chemistry.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.