Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 35

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 35
3$ verður að bora í gegnum, áður en hann kemst niður að kolunum. Hið sama sjáum vér á hverjum degi eiga sér stað í mómynduninni. í mómýrunum er mik- ið af dauðum jurtum, og er slíkur jarðvegur mjög vel lagaður til að efla vöxt ýmissa mosategunda og mýra- jurta, og hjálpar einnig vætan í mýrunum til að auka frjóvsemi þessara jurta, og undir eins og ein jurtin fölnar og deyr, kemur önnur í hennar stað, sem nýt- ur næringar af leifum hinnar dauðu. Fyrst rotna og eyðast hinar dauðu jurtir, eins og alt, sem til jurtarík- isins heyrir, þegar það deyr og verður fyrir áhrifum loptsins; en þessi rotnun og eyðing fer smámsaman minnkandi, eptir því sem áhrif loptsins á hinar dauðu jurtir hindrast af því, að mosajurtirnar, sem ávalt spretta upp nýjar og nýjar á hinum dauðu sem undir- lagi, mynda ofan á þær hvert nýtt lag á fætur öðru. þ»egar hinar dauðu jurtir þannig eru með öllu útilok- aðar frá áhrifum loptsins, verða þær fyrir sérstakri breytingu, er vér síðar munum drepa á, og verða þær þá að mó. þ»essi breyting verður smátt og smátt, og fer sér mjög hægt, svo hundruðum ára skiptir; en allan þenna langa tíma, meðan þessi breyting er að eiga sér stað, eru alt af ný og ný lög að myndast þar ofan á af þeim mosajurtum, sem sífelt eru að spretta upp og deyja; eru því ávalt að safnast meiri og meiri þyngsli ofan á móinn, sem þjappa honum saman, svo að hann verður að föstum, hörðum og dökk- leitum líkama, og því eldri og dýpra í jörðu niður sem mórinn er, því líkari er hann kolum. það er enginn efi á því, að kolin hafi myndazt á sama hátt og mór- inn, en sökum þess að þau eru svo margfalt eldri en hann, og þar eð þau hafa orðið fyrir svo mörgum sinnum meiri þrýstingi vegna grjóts þess og kletta, sem ofan á þau hafa safnazt, hafa þau orðið fyrir meiri breytingu, bæði að efni og útliti, og þess vegna er 3*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.