Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Side 38
3»
í þessari mynd er betri til eldsneytis, en hinn yngri
mór, þar eð hinn eldri mór er hitameiri. Mógrafir
eru mjög misjafnar að dýpt, frá 6 fetum alt að 30 til
40 feta. Mórinn er vanalega tekinn upp úr gröfunum
með skóflum og pálum, og hann er síðan þurkaður,
en sumstaðar er mórinn svo linur og vatnsborinn, að
hann verður ekki stunginn; er hann þá tekinn upp
með stórum sleifum eða trogum, eða þá í pokum, sem
þandir eru út á járnhring, er honum sfðan dreift út á
jörðina, og þurkaður þannig. jþegar vatnið síðan er
úr honum að miklu leyti, bæði þannig, að það hefir
gufað upp, og sumpart runnið úr honum niður í jörð-
ina, þá er hann mótaður f formum, og síðan þurkaður
sem annar mór. En hvernig svo sem mórinn er til
búinn, þá inniheldur hann, þegar hann er að eins þurk-
aður fyrir áhrif loptsins, 15—30 ”/» af vatni, og það er
þetta, sem dregur svo úr gildi hans til eldsneytis. feg-
ar mórinn er vel þéttur og vel þurkaður, þá hefir hann
sama hitaafl og viður, og hálft hitaafl móti kolum, en
laus mór hefir að eins 7s hitaafls móti kolum.
2. Lignit eSa brúnkol. J>essi kolategund er
ýmist mórauð eða svört að lit, og hefir hún stundum
feitargljáa. Hún er eins hörð, þétt og þung, eins og
steinkol, og venjulega sést trémyndunin í henni, og
dregur hún af því nafn sitt, lignit (á latínu lignum).
Brúnkolin finnast í þrílagamynduninni (Tertiary Forma-
tion), og eru þess vegna, í jarðfræðislegu tilliti, miklu
yngri en steinkolin. þ>au loga vel, en hita ekki nærri
því að sama skapi og steinkolin. þ>egar nýbúið erað
grafa brúnkolin upp úr jörðunni, innihalda þau opt
30—40 i° af vatni, og þótt þau séu þurkuð lengi undir
berum himni, tekst varla að ná nema helmingnum af
vatninu úr þeim. Hinar harðari og dekkri tegundir
af brúnkolum má fága, og eru úr þeim tilbúnir ýmsir
smíðisgripir. Surtarbrandur er ein tegund af lignit.