Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 43

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1881, Síða 43
43 skulum vér nú þarnæst hugleiða, á hversu ýmislegan hátt mennirnir hagnýta sér kolin. Fyrst og fremst ber þá að telja það, að menn hafa þau til eldsneytis. Hina efnafræðislegu breytingu, sem verður á kolunum, þegar þeim er brent, má stuttlega útskýra þannig: Eins og vér höfum séð, eru kolin mynduð af kolefni, vatnsefni og súrefni, og eins og vér allir vitum, þá verður loptið að komast að kolunum, meðan á þeim logar, ef loginn á að haldast við. Loptið er myndað af súrefni og köfnunarefni, og þegar kolin brenna, þá sameinast kolefnið í kolunum súrefninu í loptinu, og myndar kolsýru, sem er litarlaust og ósýnilegt lopt- efni, en vatnsefnið í kolunum sameinast súrefninu í loptinu og myndar vatn. Hiti kemur ætíð, þegar tvö eða fleiri efni sameinast efnafræðislega, og það sem vér köllum að brenna, er í rauninni, þegar um kol er að ræða, framleiðing hita fyrir sameiningu kolefnis, vatnsefnis og súrefnis. Að þessi sameining í raun og veru eigi sér stað, og að vatn og kolsýra myndist, þegar kolum er brent, um það geta menn sannfært sig með einföldum tilraunum, sem lýst er í bók, sem Bókmentafélagið er nýbúið að gefa út1. Vatnþað, er þannig myndast, gufar upp, og hverfur ásamt kolsýrunni út í loptið með reyknum. Reykurinn myndast af mjög smáum ögnum af kolum eða kolefni, sem kom- ast óbrunnar út úr eldinum, af því að loptið, er um hann leikur, er ekki nóg til þess að sameinast öllu kolefninu, eða þá einnig af því, að sumt af eldinum er ekki nógu heitt til þess, að kolefnið og vatnsefnið geti sameinazt súrefninu, þar eð þessi sameining því að eins getur átt sér stað, að kolin séu hituð upp að vissu hitastigi. þ»essi vöntun lopts eða nægs hita or- sakar einnig, að nokkuð af kolefninu og vatnsefninu 1) Efnafræði eptir Boscoe, bls. 2—5.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.